Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 184
182
Benedikt Tómasson
Skírnir
fyrst getiS um sérstakan skólalækni árið 1913, og fram til
1920 eru börnin ýmist skoðuð af héraðslækni eða öðrum, sem
til þess hefir verið fenginn. Síðan 1920 hafa sérstakir skóla-
læknar verið starfandi í barnaskólum borgarinnar. f Hafnar-
firði hefir sérstakur skólalæknir starfað síðan 1940, en nær
alls staðar annars staðar á landinu er eftirlitið enn í hönd-
um héraðslækna.
Árið 1922 var ráðin „hjúkrunarstúlka“ að barnaskóla
Reykjavíkur og tveimur árum síðar að barnaskóla Hafnar-
fjarðar. Síðan hafa hjúkrunarkonur verið ráðnar að skólum
í nokkrum kaupstöðum og sömuleiðis að sumum héraðsskól-
anna. Hjúkrunarkonur gegna nú fullu starfi í stærstu barna-
skólum Reykjavíkur, ein í hverjum skóla. f öðrum kaupstöð-
um vinna þær aðeins að hluta í skólunum, en að öðru leyti
að öðrum hjúkrunar- eða heilsuverndarstörfum.
Árið 1921 var ráðinn tannlæknir að barnaskóla Akureyrar,
en mun þó hafa starfað slitrótt framan af. Árið eftir var ráð-
inn tannlæknir að barnaskóla Reykjavíkur, en ekki mun held-
ur liafa verið þar um samfellda tannlæknisþjónustu að ræða,
fyrr en eftir 1930. Nú vinna tannlæknar í skólum flestra
kaupstaða, en yfirleitt ekki í öðrum skólum.
Lækniseftirliti með skólum er mjög misjafnt háttað á land-
inu. f sveitum eru börnin skoðuð á haustin eða fyrra hluta
vetrar, en yfirleitt ekki eftir það, nema um veikindi sé að
ræða. Daglegt eftirlit með heilsufari barnanna er þá í hönd-
um kennara, sem gerir héraðslækni viðvart, ef eitthvað er að.
f nokkrum kaupstöðum, svo og sums staðar þar, sem læknir
er á staðnum, lítur hann eftir börnunum allan veturinn. í
skólum Reykjavikur hafa skólalæknar fasta viðtalstíma í
hverri viku. Verður nú hér á eftir gerð grein fyrir einstökum
þáttum heilbrigðisþjónustunnar.
Skoðun á bömunum er mjög misnákvæm, sums staðar vand-
leg, en annars staðar lítið meira en nafnið eitt. Berklapróf
munu þó nær allir læknar gera á hverju hausti. Þar sem
vandað er til hennar, er hún í aðalatriðum fólgin í þessu:
Læknir gerir sér grein fyrir útliti barnsins, hvort það sé
hraustlegt eða óhraustlegt, fölt eða rjótt, feitt eða magurt,