Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 279
SKÝRSLUR OG REIKNINGAR
Bókmeimtafélagsins árið 1956.
Bókaútgáfa.
Árið 1956 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau ókeypis þeir félags-
menn, sem greiddu hið ákveðna árstillag til félagsins, 80 kr.:
Skírnir, 130. árgangur ..................... bókhlöðuverð kr. 75,00-
Annálar V. b., 2. h.............................. — — 45,00
Safn til sögu fslands og íslenzkra bókmennta
að fomu og nýju, 2. flokkur, I. b., 4. h. . . — — 40,00
Samtals......... kr. 160,00
Enn fremur gaf félagið út:
fslenzkt fombréfasafn XVI., 5., og verður það sent áskrifendum þess.
Aðalfundur 1957.
Hann var haldinn 21. des. 1957 í háskólanum, kl. 5 síðdegis.
Forseti setti fundinn og stakk upp á prófessor Pétri Sigurðssyni, háskóla-
ritara, sem fundarstjóra, og var hann kjörinn.
1. Siðan síðasti aðalfundur var haldinn 29. des. 1956, hafði forseti spurt
lát þessara félagsmanna:
Craigie, W. A., L.L., D. & Litt., Watlington, Oxon.
Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, Reykjavík.
Bjarni Jósefsson, efnafræðingur, Reykjavík.
Bogi Ólafsson, yfirkennari, Reykjavik.
Jóhann G. Möller, forstjóri, Reykjavík.
Jón Jóhannesson, prófessor, dr. phil., Reykjavík.
Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Reykjavik.
Jörgen Hansen, framkvæmdastjóri, Reykjavík.
Jón Sveinsson, héraðsdómslögmaður, Akureyri.
Kjartan Jónsson, gjaldkeri, Reykjavík.
Lárus Stefánsson, skrifstofustjóri, Sandgerði.
Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna fráföllnu félagsmanna.