Skírnir - 01.01.1957, Qupperneq 152
150
Ilermann Pálsson
Skírnir
ist um tíma hjá Halli í Haukadal. Þetta bendir með öðru
til þeirrar sérstöðu, sem Ari hafði til að kynnast enskum
dýrlingi og konungi. Snorri segir um Teit meðal annars:
„Hann lærði Ara prest, ok marga fræði sagði hann honum,
þá er Ari ritaði síðan.“ Ekki er óhugsanlegt, að eitthvað af
þessum fræðum hafi snert sögu Englands, sem Teitur hafði
kynnzt hjá Kol biskupi eða Halli í Haukadal. Og Teitur var
auk þess einn heimildarmaður Ara um tímasetningu land-
námsaldar miðað við dauða Játmundar hins helga. Það er
naumast tilviljun ein, að tveir heimildarmenn Ara, þau
Þuríður og Teitur, höfðu sérstaka aðstöðu til að kynnast at-
riðum úr enskri sögu: Þuríður frá munkinum bróður sínum
á Englandi og Teitur frá enskum biskupi, sem dvalizt hafði
með honum i Haukadal.
Ari fróði er nákvæmur með tilvitnanir til heimildarmanna
sinna. En sögu Játmundar nefnir hann höfundarlaust. Þetta
er eðlilegt, ef Ari sjálfur hefur átt þátt í, að hun var samin.
f Játmundar sögu hefur verið vísað til heimilda, hvort sem
heldur var um að ræða „enska söngva“ eða „enska menn“,
en þegar Ari vísar til Játmundar sögu, nægir honum að nefna
verkið sjálft.
HEIMILDIR:
1) Jón Jóhannesson, Saga Islendinga —- ÞjóSveldisöld, 1956, 25.—26. bls.
2) Passio er gefin út ásamt með öðrum ritum um Játmund í Memorials
of St. Edmund’s Abbey, 1890—1892, Vol. I, af Thomas Arnold.
3) Fornenski textinn er gefinn út af Skeat í Ælfric’s Lives of Saints,
1900, og í Sweet’s Anglo-Saxon Primer.
4) „IJinguar þá becóm tó Éast-englum on þæm géare fe Ælfred æþeling
án and twentig géara wæs, sé þe West-seaxne cyning siþþan wearð
mære.“
5) Jón Jóhannesson, tilv. rit, 25. hls. og Einar Ól. Sveinsson: ViS upp-
spretturnar, 1956, 142. bls.
6) Memorials of St. Edmund’s Abbey, Vol. I, bls. 28—92.
7) Sama rit, Vol. I, bls. XXVIII.
8) Den norsk-islandske Skjaldedigtning (Finnur Jónsson).
9) “Ynguar and Vbbe / Beorn was þe þridde / Loþebrokes sunes / loþe
weren Criste.” Prentað í R. M. Wilson: The Lost Literature of Me-
dieval England, 1952, 43. bls.