Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 98
Skírnir
96 Arnheiður Sigurðardóttir
grein fyrir henni og þeim niðurstöðum, sem ég hef dregið af
henni.
Meðal heimilda sinna getur Scheving fyrst um Adagiolo-
gicon lslandicum í 4 blaða broti, er hann telur að uppruna
safn séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum, aukið af Jóni Árnasyni
Hólaráðsmanni. Af formála Schevings er að sjá, að þetta sama
safn hafi verið í höndum Guðm. Jónss. Þetta safn hef ég ekki
fundið í handritasafni Landsbókasafnsins. Brot af safni séra
Eyjólfs mun þó vera geymt í JS. 407, 4to með hendi hans sjálfs,
að því er ráða má af samanburði við handritið Lbs. 1999, 8vo,
þar sem Aldarháttur Hallgríms Péturssonar er skrifaður af
séra Eyjólfi.
I handritinu Lbs. 1261, 8vo? sem er með hendi Jóns Jakobs-
sonar sýslumanns, er málsháttasafn samnefnt Schevings (þ. e.
Adagiologicon Islandicum), en eins og sjá má í öðru broti.
Annað Adagiologicon er geymt í handritinu Lbs. 1261, 8vo.
Um þetta handrit stendur svo í skránni:1) „Skr. seint á 18.
öld. Orðskviðasafn ]) „Adagiologicon cum ordine Alphabetico“.
2) „Adagiographia Arctoa.“ “
Bæði þessi síðasttöldu söfn bar ég saman við málshættina,
sem ég valdi til rannsóknar, og reyndust margir þeirra koma
þar fyrir lítt eða ekki breyttir, einkum í hinu fyrra. Þeir
sömu komu yfirleitt einnig fyrir í sömu mynd í JS. 116, 8vo.
Mér virðist því sennilegt, að þessi söfn séu sömu tegundar og
safn Schevings (þ. e. runnin frá safni Eyjólfs á Völlum). Þar,
sem Scheving bar saman við Lbs. 1261, 8vo5 dró ég því þá
ályktun, að heimild hans hefði verið Adagiologicon Islandi-
cum. (Um Adagiographia Arctoa, sjá Guðm. Jónss., bls. 9,
gr. 5.) Þetta sannar reyndar lítið um aldur þessara málshátta,
en yngri en frá 17. öld munu þeir þó naumast vera.
Um heimildir þær, er Scheving getur í 2. og 3. lið, bls. 4,
hef ég einskis orðið vísari.
Fornkvæðisbrotið, sem Scheving getur um í 4. lið, bls. 4, er
vafalaust hið forna Málsháttakvæði frá 13. öld, sem F.J. talar
1)1 handritinu sjálfu stendur ekkert um það, höfunda eða aldur. Svo
er um þau handrit önnur, þar sem ég hef vitnað í handritaskrá Lands-
bókasafnsins.