Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 172
170
Sigfús H. Andrésson
Skírnir
að lífláta menn fyrir galdra, fyrr en mál þeirra hefðu verið
borin undir hæstarétt í Kaupmannahöfn. Eftir það var aðeins
einn líflátsdómur kveðinn upp hér á landi fyrir galdra, en hon-
um breytt i útlegðardóm af hæstarétti. Hýðingar og sektir
fyrir þessar sakir viðgengust hins vegar allt fram til 1719.
Hin breytta afstaða erlendra menntamanna til galdra hafði
brátt áhrif á íslenzka menntamenn, og tók til dæmis Ámi
Magnússon þátt í að kveða niður galdratrúna í Danmörku.
Málaferli gegn galdramönnum hurfu því smátt og smátt úr
sögunni hér á landi fyrir aðgerðir manna, sem aðhyllzt höfðu
nýjan aldaranda. En eftir að þessi nýi aldarandi var orðinn
drottnandi og farið var að líta á galdra sem hreina hjátrú,
var það eðlilegt, að þeir, sem mest höfðu látið til sín taka gegn
galdramönnum, væru dæmdir mjög hart í ræðu og riti og
hins væri þá ekki jafnframt ævinlega minnzt, að samtíðar-
menn þeirra höfðu einmitt virt þá mjög mikils fyrir þessa
baráttu og þess vegna lialdið henni mikið á loft.
TILVITNANIR 1 HEIMILDIR:
1) Lbs. 90, av. Sbr. og Safn til sögu Islands II, 135-137.
2) Lbs. 2635,4to (bls. 266 og áfram) og afrit 2636-7, 4to. Sbr. einnig
Lögmannatal Lbs. 2402, 4to.
3) Annálar 1400-1800, 1,297. Ath. 1 orSréttum tilvitnunum er rithætti
aS jafnaSi breytt í nútímahorf.
4) Lbs. 199, 4to.
5) Um sýslumenn og umboðsmenn, sbr. Einar Arnórsson: Réttarsaga Al-
þingis, bls. 248-259 og Páll E. Ólason: Saga Islendinga V, 19-21.
6) Sbr. Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns, VIII, 248.
7) Annálar 1400-1800, II, 193.
8) 1 skjölum Þingeyraklausturs í Þjóðskjalasafni.
9) Alþingisbækur Islands VI, 686.
10) Um lögmenn, sbr. sömu bækur og í nr. 5, Réttars. bls. 170-190 og
Sögu Isl. V, 13-18.
11) Sbr. Islandske Annaler (G. Storm), bls. 210, 274, 288, 402.
12) Annálar 1400-1800, I, 365.
13) Annálar 1400-1800, II, 174.
14) Annálar 1400-1800, 1,311.
15) Sjá Ól. Davíðsson: Galdur og galdramál á fslandi, 151-227, Jón Magn-
ússon: Píslarsaga, Sig. Nordal: Trúarlíf síra Jóns Magnússonar.
16) Sbr. Alþingisbækur VI, 362 og VII, 146.