Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 116
114
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
Orðið kejli mun í málshættinum merkja „barefli“. 1 því
sambandi má minna á orðið keflivölur, sem kemur fyrir hjá
Fr., og telur hann það sömu merkingar og kefli (sbr. „kefli-
völr, m. = kefli“) og vitnar í þetta dæmi úr fornmáli:
ok nú berja þeir oss með keflivolum sem hunda.
Hkr. III, 293 (Magnúss s. og Har. g., ll.k.).
Ég hygg merkingu málsháttarins hafa verið þessa: „með
litlu barefli má gefa högg, er hræði stóran hund“. (Kefli er
hér verkfærisþágufall). Sennilegt finnst mér, að hann hafi
átt að tákna, að hugrekki færi ekki eftir stærð eða ytra útliti.
Orðalagið stórum hund aS hræSa, sem stendur í JS. 391,8vo
(M.), gefur einnig fulla merkingu. Samkvæmt því virðist
hann tákna, að lítið tilefni geti verið upphaf mikils ótta.
I safni Magnúsar prúða er þessi málsháttur eignaður Lú-
ther1). Ekki er þó greint frá því, úr hvaða riti Lúthers hann
sé tekinn. I þýzku (mlþ.) kemur fyrir sögnin klecken í merk-
ingunni „slá, gera smell“. Einnig má benda á, að í NEO er
sögnin klekka talin komin úr þýzku (merking söm og í
kleckenj.
Mér finnst því sennilegt, að málshátturinn sé þýzkur að
uppruna og Magnús prúði hafi þýtt hann úr því máli.
Þad er ei allt í katlinnm, sem krækt er. Scheving I, 54.
Ýmis afbrigði af þessum málshætti koma fyrir í málshátta-
söfnum. Elzta mynd hans, sem mér hefur tekizt að finna, er
í safni Magnúsar prúða:
Þad er ei allt í katlenum sem krækiz. JS. 391, 8vo?
160 (M.).
I safni G.O. er málshátturinn eins og Scheving hefur hann
að öðru leyti en rithætti2). Frá 18. öld er svohljóðandi afbrigði:
Þeir eru ecki allir í Katlinum sem Kræktir Eru.
Lbs. 1261, 8vo (A.).
I þessari gerð er málshátturinn einnig hjá Guðm. Jónss.3)
Enn kemur málshátturinn fyrir í málsháttasafni frá 18. öld:
1) Sjá JS. 391,8™ 93 (M.).
2) Sjá G.O. Thes., bls. 161.
3) Sjá Guðm. Jónss., bls. 403.