Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 121
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings
119
Málshátturinn kemur einnig fyrir í Lbs. 1261, 8vo (báðum
söfnunum), hjá Guðm. Jónss.1) og F.J.2), og er þar hvar-
vetna um sömu gerð að ræða og þá, sem stendur hjá Schev-
ing. (Hjá Guðm. Jónss. stendur þó flest fyrir allt).
1 hinum erlendu söfnum, sem ég fór yfir, var þennan máls-
hátt ekki að finna.
Þessi mörgu dæmi benda til þess, að málshátturinn hafi
lengi verið kunnur og notaður í mæltu máli.
Orðið safi er kunnugt úr fornmáli. Fr. gefur þessa þýðingu
á því: „Save Sevje, den mellem Træets Stamme og Bark op-
stigende Vædske“. Sömu merkingu er að finna hjá G.V. Báð-
ir gefa eftirfarandi dæmi úr fommáli:
Síðan ganga þeir fóstbrœðr á skóginn, ok höfðu þat
eitt tiTmatar, sem þeir skutu, dýr ok fugla, en stund-
um höfðu þeir ekki nema ber ok safa.
Bósa s., bls.22 (Jir.).
1 norsku kemur orðið fyrir í merkingunni „lidet Stykke,
Gran“ (sbr. Ross). Enn fremur kemur þar fyrir saven (lo.),
sem Ross telur merkja „smaglós, kraftlos11 og einkum haft um
mat. Þessi orðmynd minnir á málsháttinn í þeirri gerð, sem
hann er hjá G.A.
Frá öndverðri 18. öld er svohljóðandi dæmi um orðið safi:
hjá hverju öll þau fyrirfarandi [o: jökulhlaup] hafa
verið svo að segja hégómi og safi. Ann.IV, 165 (Ob.).
Eins og glöggt má sjá af dæminu, hefur orðið safi fengið
nýja merkingu. Hér stendur það í merkingunni „smámunir,
hégómi". Svipaða merkingu er að finna i öðru dæmi frá 18.
öld:
Safe - liber cortex (inferior). J.Á.
Lbs. 224, 4to, 846 (Ob.).
Þessa þýðingu gefur H.F. einnig á orðinu3).
Enn kemur safi fyrir í nýrri merkingu hjá B.H. Hann til-
greinir jafnframt málsháttinn og þýðir hann:
Safi . . .4) panis porosus parum nutriens, et hullet Brod
1) Sjá Guðm. Jónss., bls. 108.
2) Málsh., bls. 143.
3) Sjá H.F. Lbs. 104,8™, bls. 91.