Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 181
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna
179
fyrstu árum þess. Greinar Guðmundar Hannessonar hafa að
því leyti sérstöðu, að þær eru beinlínis ritaðar í því skyni að
leiðbeina læknum og hafa tvímælalaust haft áhrif á mótun
eftirlitsins í upphafi. Skal því gerð fyrir þeim nokkur grein.
Þegar skólaeftirlit hófst hér á landi, hafði það verið rækt
alllengi erlendis, eins og drepið hefir verið á, og var þá komið
í tiltölulega fast horf í stórborgum, þótt á því hafi orðið breyt-
ingar síðan. Allmikið hafði þá þegar verið ritað um skóla-
heilsufræði, og tekið var að gefa út sérstök tímarit um þau
efni. Ekki eru líkur til, að íslenzkir læknar hafi almennt kynnt
sér þau fræði að neinu ráði á þeim tima, en árið 1915 (og
ef til vill oftar) skoðaði Guðmundur Hannesson skólabörn í
Reykjavík, og hefir hann þá kynnt sér af bókum, hvernig eft-
irlitinu var hagað erlendis. Árið 1917 ritar hann tvær grein-
ar í Lb., SkólaeftirlitiS. Nokkrar leiSbeiningar, og Samtíning-
ur um heilbrigSismál skóla. 1 fyrri greininni bendir höfundur
læknum á, hvert sé hlutverk skólalæknis og leiðbeinir um til-
högun eftirlitsins og skoðun skólabarna. Reglur þær, sem höf-
undur gefur um skoðun barnanna, hafa ekki hreytzt að neinu
ráði síðan, og er því óþarft að rekja þær. Um kennsluna segir
höfundur: „Athuga þarf tímatöflu barnanna, hvort ekki er
helzt til mikið á þau lagt eftir aldri, hvort þess er gætt, að
börnin sitji óskökk við skriftir . . . hvort heyrnarsljó hörn sitji
næst kennara . . .“ Síðarnefnda greinin er um mælingar á
skólabörnum, en á mannmælingum hafði Guðmundur mik-
inn áhuga, mældi Islendinga fyrstur manna og ritaði um mæl-
ingarnar sérstaka bók, sem gefin var út á þýzku. Um mæl-
ingar á skólabörnum segir hann, „að vér eigum eftir að leysa
það skylduverk af hendi að afla fullrar þekkingar um mál
á íslenzkum bömum, svo vér sjáum, hvort þau standa öðr-
um að baki eða framar. . . . Þá mun það og þykja fróðlegt
síðar að vita um vöxt barnanna á vorum dögum, því fari
húsakynni og lífskjör þjóðarinnar batnandi, hækka börnin
og þyngjast. . . . Aðaltilgangur mælinganna er þó allur ann-
ar, þ. e. að benda skýrt á grunsömu börnin, þau sem ekki ná
góðum vexti og viðgangi“. Hér má geta þess, að skólalæknar
hafa mjög notað meðaltalstöflur um hæð og þyngd barna á