Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 15
Skírnir
Skáldið, sem sá hina hreinu fegurð
13
að skapi Jónasi, aðeins sjaldan er hann beiskur. Loks líður
langur tími, þangað til háttur Heines fer að syngja í huga
hans, hann breytir lengi vel háttum að geðþótta sínum í þýð-
ingu. Það er fyrst á síðustu árum, að hann fer að nota Heines-
háttinn að marki, en þá yrkir hann undir honum sum heztu
kvæði sín, ferðamyndir í flokknum „Annes og eyjar“. Ein-
kunnarorð þess flokks eru: „Hann er farinn að laga sig eftir
Heine“, orð sem einhver hefur látið falla um þessi kvæði.
Auðvitað eru þau orð ekki rétt, kvæðin eru mjög ólík kvæð-
um Heines, þó að bragarháttur sé hinn sami og þó að hér
blandist saman ljóðræna og kímni. öll áhrif á Jónas um-
myndast í samræmi við eðli hans sjálfs.
Frumvaxta maður hrindir frá sér raunum lífsins; við-
kvæmnin er þá að vísu meiri en síðar, en meira fjaðurmagn
og gróðurmagn. Og þá er þó alltaf vonin með töfraspegil sinn.
Síðar meir er viðkvæmnin minni, eða öðruvísi, en sár gróa
verr, og gömul sár geta rifnað upp. Ástakvæði Jónasar hera
ekki vitni um, að hann hafi verið hamingjusamur í þeim efn-
um, og vísurnar „Enginn grætur lslending“ sýna, að honum
hefur ekki verið lagið að gleyma. Margt amaði þá að. Heilsa
hans var ekki góð á þessum árum. Og svo var hitt, örlög hans
eru átakanlegt dæmi þess, hve umkomulausir Islendingar voru
á þeim tíma: maður sem hann, skáld og náttúrufræðingur,
átti sér engan stað í þjóðlífi Islendinga, ekki frekar en ein-
búinn, sem hann kveður um í einu kvæði sínu. Eftir að af
Garðsstyrk sleppir, lifir hann á óvissum styrkjum til náttúru-
fræðirannsókna, sem göfugmennið Finnur Magnússon á mest-
an þátt i að útvega honum, og á greiðslu fyrir lýsingu ís-
lands, sem hann var að vinna að fyrir Bókmenntafélagið. Það
verk þurfti Herkúlesarþrek til að vinna, og félagið var að
sjálfsögðu ekki fært að greiða fyrir svo sem þörf var á. Jónas
hefur án efa verið duglegur að vinna í skorpum, það virðist
mega ráða af ýmsu, en það virðist óhugsandi, að hann hafi
verið eljumaður; þvílík kvæði sem hann orti, og sem hann
vandaði og fágaði stöðugt, lagfærði jafnvel eftir prentun,
hljóta að hafa útheimt langa undirbúningstíma, tíma íhug-
ana og skálddrauma og innblásturs, sem litu út eins og iðju-