Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 23
EINAR HAUGEN:
TUNGUMÁLAKENNSLU í BANDARÍKJUNUM
BEINT INN Á NÝJAR BRAUTIR.
Það yrði jafnt kennurum sem nemendum fagnaðarefni, ef
til væri aðferð við tungumálanám, er gerði það kvalræðis- og
fyrirhafnarlaust. Sumir eru sí og æ á þönum eftir einhvers
konar allsherjarforskrift, og til eru jafnan forskriftarhöfund-
ar, er fullyrða munu, að þeir hafi hana á reiðum höndum
handa slíkum mönnum. Ein aðferð af annarri nær hylli
manna sem endanleg lausn á þeim vanda, er tungumálanámi
fylgir. Það er eigi ætlan mín að auka hér við eða halda þvi
fram, að ég hafi fundið neins konar algilt ráð. Ég ætla mér
aðeins að skýra frá því starfi, sem unnið er af málvís-
indamönnum í Bandaríkjunum og geta að nokkru áhrifa
þeirra, er þeir hafa haft á þróun tungumálakennslunnar.
Máli mínu til skýringar tel ég rétt að byrja á því að segja
lítið eitt um orðin málvísindamaður (linguist) og málvísindi.
Málvisindi (linguistics) er næsta nýtt heiti í amerísku lífi.
Það hefir náð viðurkenningu fyrst á þeim þrjátíu árum,
sem liðin eru frá stofnun Ameriska Málvísindafélagsins (The
Linguistic Society of Amercia) 1924. Orðið var myndað eftir
franska orðinu linguistique og merking þess hér um bil sama
og þýzka orðsins Sprachwissenschaft. Það nær yfir mikið af
því, er áður var kallað philology (málfræði, málsaga), en hef-
ir leyst sig úr viðjum þeim, er bundu orðið philology við dauð
mál og málsögu. Sá fræðimaður, er gerir málvísindin að sér-
grein sinni, er kallaður linguist (málvísindamaður, málfræð-
ingur, málamaður), þótt sumir hafi fundið því orði það til
foráttu, að það gefi almenningi í skyn, að um væri að ræða
mann, er lært hefði fjölda tungumála (polyglot) d) Talkunn-
J) Til þess að forðast rugling stakk próf. Robert A. Hall, Jr. upp á
því, að nota mætti orðið „linguistician", sem er myndað svipað og „sta-