Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 75
Skírnir
Edvard Grieg
73
væri gefið kjötlæri sem þókknun frá nemandanum. En þá
gat líka verið, að námsmaðurinn yrði meistari.
Grieg sýndi snemma, hvaða möguleika þessi alþýðlega
hljómlist veitir hinni þjálfuðu tónlist; og Þjóðverjar héldu því
fram, að hann væri eins konar afritunarvél alþýðuhljómlist-
arinnar norsku. En Grieg þekkti ekki einu sinni, svo að heit-
ið gæti, þjóðvísur vorar, þegar hann samdi þessi æskuverk.
Hann hafði bara sjálfur náð kjama hins andlega lífs hjá þjóð
sinni, eins og það birtist í tónlistinni. En þó svo hefði verið,
að hann hefði þekkt hina alþýðlegu hljómlist vandlega og t. d.
húmoreskurnar hefðu verið samdar upp úr norskum trölla-
slagastefjum, þá hefði verk hans ekki orðið minna. Meðferð
efnisins væri samt hin sama; og það er hún, sem ræður úr-
slitum þess, hvort eitthvað er list — eða ekki.
1865 opinbemðu Edvard Grieg og Nína Hagerup trúlofun
sina; og Grieg lifði hið dýrlegasta sumar ævi sinnar í Dan-
mörku, sumar, sem alltaf kallaði á hann í endurminningunni.
Frá Danmörku fór Grieg þvi næst í námsferð suður til Italíu.
Rétt áður en ferðin hófst, samdi hann rómönsuna Siglinguna,
sem getið var áðan. Val ljóðanna, sem Grieg samdi sönglög
við, var alltaf tengt því, sem hann sjálfur lifði. — Þegar Grieg
kemur til Berlínar á suðurleið, veikist þar hollvinur hans
Rikard Nordraak af lungnabólgu, sem af spratt óðatæring. t
næsta skipti, þegar Grieg kom við í Berlín á leið heim, gekk
hann að gröf þessa bezta vinar síns í Jerúsalems-kirkjugarð-
inum.
Grieg samdi sorgarmars til minningar um Nordraak. Hann
er einfaldur og tignarlegur, hefst með lágum hljómum og
hinni sérstæðu griegsku skiptingu miRi dúr og moll. Þá koma
kvalaóp þjáninganna, þrungin sársauka. — Grieg ákvað
snemma, að þessi sorgarmars yrði líka leikinn við hans eigin
útför.
Haustið 1866 settist Grieg að í Kristíaníu (nú Ósló), og
þar með var æviskeiði ferðaáranna lokið. 23 ára gamall kom
hann fyrst fram í tónlistarlífi höfuðstaðarins. Hann hélt
fyrstu sjálfstæðu norsku hljómleika sína, sem urðu mikill
viðburður. Ljós framtíðarinnar blasti við augum hans. Hann