Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 211
Skírnir
Tvær doktorsritgerðir
209
er látinn, var a. m. k. þeirrar skoðunar, að þessir koparpen-
ingar og aðrir sams konar á Norðurlöndum hefðu komizt í
eigu farmanna og flutzt með þeim.
Bók Kristjáns Eldjárns skiptist í tvo meginhluta: Kumlatal
og Haugfé og lausafundir. Fyrri hlutinn fjallar um fundar-
staði, 123 að tölu, lýst er fornleifunum sjálfum, og skýrt er
frá, um hvers konar fundi sé að ræða á hverjum stað. Þá er
og reynt að tengja fundarstaði og muni fornbókmenntum. 1
framhaldi af þessu kemur kaflinn UmbúnaSur kumla. Þeim
kafla fylgir útlínukort af Islandi, er sýnir fundarstaði kumla.
Kaflinn hefst á yfirliti, er sýnir, hvernig fundarstaðir skipt-
ast eftir sýslum, en það er mjög svo ójafnt. Tveir landshlutar
eru auðugastir að kumlum. Annar þeirra er Rangárvallasýsla
og Árnessýsla, en í þeim sýslum eru alls 32 fundarstaðir, 21
í þeirri fyrmefndu og 11 í hinni. Hinn landshlutinn er Eyja-
fjarðarsýsla og Suður-Þingeyjarsýsla með samtals 33 fundar-
staði, 20 + 13. Þá er og allmikið af heiðnum kumlum í Norð-
ur-Múlasýslu, 14 fundarstaðir. Það kemur kynlega fyrir sjón-
ir, að næstum engir fundarstaðir heiðinna kumla skuli vera
í Mýrasýslu né Dalasýslu, sem þó eru svo sögurík hémð
að fornu.
Annars mætti láta sér til hugar koma, að nokkur önnur
mynd kæmi af útbreiðslu fundarstaða, ef gerð væri kerfis-
bundin, nákvæm staðfræðileg rannsókn.
Sérkenni íslenzkra grafsiða víkingaaldar eru oftast svo óljós,
að erfitt er að greina þau. Stórir haugar, orpnir yfir höfðingja,
hafa ekki fundizt á Islandi, þótt fjölmargir séu annars staðar
á Norðurlöndum. Hér mun hinum látna annaðhvort hafa
verið orpinn lítill haugur eða honum verið gerð lítil gröf.
Slíkar grafir finnast því af tilviljun einni saman, er menn
vinna að túnrækt, vegagerð, byggingu húsa eða þá að upp-
blásturinn lætur hina látnu sjá dagsins ljós. Stærsti haugur-
inn, sem fundizt hefur, var á Dalvík við Eyjafjörð. Hann
var 7^ m á lengd og 5 m á breidd. Við rannsóknir sínar
árið 1909 fundu þeir Finnur Jónsson og Daniel Bruun 14
kuml. 1 6 þeirra vom aðeins beinaleifar manna eða hesta,
og í einni voru hundsbein. Tvö kumlanna á Dalvík voru bát-
14