Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 143
Skírnir
Játmundar saga hins helga
141
mér sennilegt, að íslenzka arfsögnin um ættfærslu til Ját-
mundar Englakonungs sé rétt, enda var ekki lengra um liðið
en svo, að Þuríður var sjötti ættliður frá tJlfrúnu Játmundar-
dóttur og eins Teitur, en Þorkell var sjöundi maður frá tJlf-
rúnu og Ari hinn áttundi. Ef ekki er hægt að treysta þessari
ættartölu, verður margt vafasamt um íslenzkar ættir að fomu.
Hafi Úlfrún hins vegar verið dóttir Játmundar Englakon-
ungs, verður auðveldara að skýra, hvers vegna minningin um
dráp hans hafi varðveitzt á Islandi. Sögnin hefur þá borizt
til landsins með fólki, sem hafði samúð með Játmundi, og
varðveitzt með afkomendum þess síðan.
II
Islenzka arfsögnin nægði Ara til að vita með nokkurri vissu,
hvenær landnám hófst á Islandi miðað við dauða Játmundar,
en dánarár hans eftir venjulegu timatali varð Ari að sækja í
ritaða heimild. En hver var þessi saga Játmundar, og hvers
eðlis var hún? Af ummælum Ara verður ekkert ráðið um-
fram það tvennt, að hún var rituð og þar var getið dánarárs
Játmundar. Við vitum ekki, á hverri tungu hún var skráð,
hvort hún var á ensku, latínu eða íslenzku. Við vitum heldur
ekki, hvort um var að ræða helgisögu, þótt að öllum líkind-
um hafi svo verið. Þótt fáfræði okkar um þessi atriði sé býsna
mikil, má þó telja ómaksins vert að skyggnast um eftir lík-
indum. Verður þá fyrst fyrir að athuga ævi Játmundar, síðan
rit, sem um hann voru samin fyrir lok 11. aldar, og loks hvað
um hann hefur varðveitzt í íslenzkum ritum.
Enskar samtímaheimildir geta Játmundar einungis með ör-
fáum orðum. Saxa-annálar geta þess, að hann hafi fallið fyr-
ir dönskum innrásarher árið 870. I einni gerð annálanna er
sagt, að leiðtogar víkinga væru Ingware og Ubba. Þegar Jót-
mundur féll, hafði hann verið konungur yfir Austur-Anglíu
um allmörg ár, en annálar geta þess ekki, hvenær hann komst
til valda. I yngri heimildum eru þeir Ingvar og Ubbi taldir
hafa verið synir Ragnars loðbrókar. Ingvar þessi mun vera
sami maður og Ivarr í íslenzkum heimildum, og er ástæðu-