Skírnir - 01.01.1957, Side 14
12
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
mikið verk, sem hann féll því miður frá. Meistaralega hefur
Pálmi Hannesson sýnt samband þcss verks við hin síðustu
kvæði úr náttúru Islands, hvernig hann ýtir landlýsingunni
til hliðar við og við, stundum glaður, oftar þreyttur eða dap-
ur, og hin undursamlegu kvæði verða til.1)
Þeir félagar Jónas og Konráð voru glaðsinna, að minnsta
kosti í aðra röndina, og héldu mikið upp á „excentriskt, fant-
astiskt tal“ eins og Benedikt Gröndal segir um Konráð. Þó að
einkennilegt megi þykja, sér enn í dag mikil merki þess stúd-
entagáska. 1 hinni miklu útgáfu af verkum Jónasar hefur
Matthías Þórðarson prentað sérstaklega heilan og heillangan
kafla, „Gamanvísur“. 1 sögum Jónasar fléttast inn í mikil
kímni, og margt kímilegt er í bréfum hans, og stundum hrind-
ir hann þá þungum móð með gáskafullu hjali. Það sætir engri
furðu, að Jónas hafði miklar mætur á þýzka skáldinu Hein-
rich Heine, einhverjum hinum fyndnasta manni þeirrar ald-
ar, og flestra alda. Jónas hafði gaman af geðbrigðunum í
kvæðum hans, hvernig tilfinning, stundum tilfinningasemi,
og háð skiptist á af mikilli íþrótt. Jónas hefur þegar kynnzt
kvæðum Heines á fyrstu Hafnarárunum, og í 1. árgangi
Fjölnis 1835 er grein um hann. Síðasta veturinn, sem Jónas
lifir, þýðir hann kvæði hans í óðakappi. Um sögu þessara
kynna hef ég rætt nánar eitt sinn áður, og skal ekki endur-
taka það.2) Jónas er einkennilega sjálfstæður, færir sér það
eitt í nyt, sem fellur honum í geð, breytir samkvæmt sínu
skapferli. Náttúrukennd hans er auðvitað dýpri, og bera þýð-
ingarnar merki þess. Þeir, sem lesið hafa kafla Georgs Brand-
esar um Heine í Hovedströmninger, munu kannast við, að oft
segir hann, að þessi eða hin lýsing hjá Heine beri vitni um
tilfinningu eða hugsun, en ekki sjón: Jónas, og lesandi kvæða
hans, sér allt sem hann kveður um. Heine hefur gaman af
að setja á oddinn: útmála tilfinninguna hjartnæmlega, en
ljúka svo kvæðinu með illkvittnislegu háði. Mildari kímni er
Islandslýsing Jónasar Hallgrímssonar, Helgafell 1945; síðar prentað
í Landið okkar, 1957.
2) Jónas Hallgrimsson og Heinrich Heine, Skírnir 1944; síðar prentað
í greinasafninu Við uppsprettumar, 1956.