Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 242
240
Ritfregnir
Skímir
mönsku eða fyrr. Tilgáta höf. er þvi að mínum dómi harla ólikleg og mót-
háran vegna merkingarinnar lítils virði, sbr. t. d. ból í íslenzku, sem get-
ur merkt bæði ‘rúm’ og ‘dýrabæli’. Höfundur er að velta þvi fyrir sér,
líkt og Torp, hvort ekki hafi runnið saman tvö orð í fnorr. ból, n. fo: germ.
*bóþla og *bóla~\. Mér virðist, að þt. s. bæla í öllum merkingum (o: bœlti)
mæli fast gegn því, en með *bóþla. Höfundur tilfærir skýringar Jost Tri-
ers á orðum eins og bregða, breiSr, bróSir og brúSr, og kann ég ekki að
meta þær; og ekki trúi ég því, að s. aS bregSa, sem er germönsk ný-
myndun, merki upphaflega „að flétta“, enda erfitt að koma því heim við
merkingarsvið sagnarinnar í germönskum málum.
Aftur á móti ætla ég, að skýring höf. á amstr ‘kornstakkur’ (sk. ama og
amstra) sé rétt og sennilega ættfærslan á bakhjarl (sk. hjarri). Þá held ég
og, að rétt sé, að blórar eigi skylt við hjaltlenzku blura og orkneysku blooro,
eins og J. Jakobsen hefur reyndar bent á, enda þótt hjaltlenzka orðið hafi
orðið fyrir einhverri blöndun úr ensku. Mér sýnist líklegast, að blórar
hafi upphaflega merkt ‘ásökun’ eða ‘álas’ og sé skylt e. blare, mhþ. bliirjen
o. s. frv.
Það liggur í augum uppi, að orðskýringar hljótá oft að orka tvimælis,
og skýring, sem vel getur staðizt frá hljóðfræði- og merkingarlegu sjónar-
miði, þarf þar fyrir ekki að vera rétt. Mér þykir t. d. líklegt, að bjamar-
heitið bolmr sé gerandnafn af ísl. bólma, v. ‘hrjóta, sofa’, shr. ísl. bylm-
ingur (m) ‘druna’, bylmingshljóS, bylmingshögg, d. máll. bolme ‘hrópa’
o. s. frv., og finnst mér sú skýring eðlilegri en hin arftekna. Birkja, v.
held ég sé leidd af birki, en eigi ekki skylt við börk. Þá er mér mjög til
efs, að merkingin skáldskapur í orðinu bragr sé mjög gömul, en eðlileg-
ast, að hún hafi þróazt út frá hinni almennu merkingu orðsins líkt og í
háttr og vísa, og skyldleiki við ir. bricht ‘töfrar’ komi naumast til mála.
Höfundur ætlar, að balti, hjamarheiti, sé skylt bali eða leitt af s. *balta
‘öskra’; mér þykir líklegra, að orðið sé samrætt ísl. balta (v.), ganga stirð-
lega, staulast, nísl. böltungur og bylta, og þ. balz og bolzen, af germ. rót
*belt ‘berja’, en úr því verður ekki skorið. Ég er líka vantrúaður á, að for-
liðurinn blá- í orðum eins og bláfastr eigi skylt við blœr og blása, en tel
sennilegra, að þetta sé lo. blár og hafi fyrst verið notað í svo til bókstaf-
legri merkingu, sbr. t. d. ísl. blákaldur, fær. blákaldur, nno. blaakald, ísl.
bládjúp o. s. frv., en síðan færzt yfir mörkin, líkt og forliðimir bál- og
rauS(a)- í íslenzku. Miklu líklegra virðist mér, að s. blöskra sé sama orð
og nno. blaskra, sem merkir líka að veifa eða blaka, en að hún sé skyld
blys og blesa, enda upphafleg merking orðsins „að depla augum“, shr.
einnig sæ.máll. blaska (s.m.), og em orð þessi vafalítið skyld s. aS blaka.
Einnig finnst mér sennilegra, að Buggi sé skylt e. big og þ.máll. bögge
en að það sé eins konar smækkunar- eða gælumynd af bukki, bukkr. Þá
er ég vantrúaður á, að físl. braukan sé nýmyndun, enda þótt orðið komi
tiltölulega seint fyrir, og mætti færa fram ýmislegt gegn þvi. Eins á ég
erfitt með að fella mig við hina arfteknu skýringu á bassi, m., enda eng-