Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 215
Skirnir
Tvær doktorsritgerðir
213
Höfuðeinkenni kvennakumla eru skartgripir. Algengastir
þeirra, bæði á Islandi og annars staðar á Norðurlöndum, eru
hinar kúptu brcnsnælur. Venjan er, að þær finnist tvær og
tvær saman, enda hafa þær verið bornar hvor sínum megin
á öxlunum og í þær fest böndum til þess að halda uppi pils-
inu, að því er Svíinn Agnes Geijer — sérfræðingur í vefnaði
og klæðaburði — hyggur.
Eins og í Noregi hefur fundizt á Islandi mest frá 10. öld
af Rygh 652 og 654, eða 25 af 37, ef nælurnar frá Kleif eru
taldar með. Trúlega eru fjórar nælumar í hinum svokallaða
Borróstíl frá síðari hluta 9. aldar, tvær, að því er talið er, úr
kumli í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, en hinar tvær fund-
ust sér. Frá fyrri hluta 10. aldar hafa fundizt tvær nælur í
Jalangursstíl á Ketilsstöðum í Norður-Múlasýslu. Frá Skóg-
um í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu era tvær nælur af svo-
kallaðri Berdalsgerð, 109. mynd, en talið er, að þær séu elzt-
ar af kúptum bronsnælum, er fundizt hafa á íslandi. Yngstu
tvær nælumar eru taldar af gerðinni Rygh 656, önnur úr
kumli í Syðri-Hofdölum í Skagafjarðarsýslu, en hin frá
ókunnum stað. Álitið er, að þessar tvær nælur séu frá byrj-
un 11. aldar eins og áðurnefnt sverð af Æ-gerð.
Mitt á milli þessara kúptu næla báru konur víkingaaldar
oft þriðju næluna. Á 10. öld voru slíkar nælur oftast þríblaða
eða kringlóttar.
Á Islandi hafa fundizt 9 þríblaðanælur að Kleifarnælunni
meðtalinni. Fjórar þeirra eru af hinni svokölluðu „norsku
gerð“, en 23 slikar nælur höfðu fundizt í Noregi árið 1928,
en aðeins 5 í Svíþjóð. Á 126. mynd getur að líta tvær litlar, en
sérstæðar þríblaðanælur, aðra frá Hóli í Norður-Múlasýslu,
en hina frá Hafurbjarnarstöðum í Gullbringusýslu. Kristján
hyggur, að skrautverk þessara næla beri svip af hinum kelt-
nesk-norræna stíl, sem er á steinkrossunum á eynni Mön.
Annars eru þær að öllum líkindum sjálfstæð íslenzk smíði.
Af kringlóttum nælum hafa fundizt 9 á Islandi, en 2 eru
glataðar. Ein hinna 7 (132. mynd), frá Valþjófsstöðum í
Norður-Múlasýslu, er af meðalstærð, en hinar 6 eru litlar.
Niður úr tveimur þeirra hanga skrautkeðjur af sænsk-balt-