Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 258
256
Ritfregnir
Skírnir
sem nokkurs konar uppreisn gegn fursta- og kirkjuvaldi sunnlenzkra stór-
höfðingja; Sturlungar hafi verið nýgræðingar í íslenzku þjóðfélagi og leiti
aftur til íslenzkrar þjóðmenningar sjálfum sér til styrktar í átökunum við
furstaætt Haukdæla, en framferði Guðmundar Arasonar hafi plægt jarð-
veginn fyrir óklerklega fornmenntastefnu í landinu. Ég held, að þessi
skemmtilega söguskýring sé nokkuð hæpin, því að telja má vist, að elztu
fslendinga sögur séu ekki til orðnar undir handarjaðri Sturlunga; þeir eru
því ekki upphafsmenn þeirrar fornmenntastefnu, sem sögurnar bera vitni
um, og sé það rétt, sem almennt er nú talið, að elztu sögurnar séu ritaðar
um 1200, hefir framferði Guðmundar Arasonar ekki haft nein áhrif á
upptök þeirra eða fyrstu gerð.
f inngangi bókarinnar gerir höfundur grein fyrir einkennum miðalda-
samfélags i Evrópu og sérkennum þess á íslandi og sýnir fram á, hvernig
samfélagshættir kirkju og aðals sigra smám saman hér á landi. Höfundi
hefir verið borið á brýn að leggja helzti mikinn nútímaskilning í forn
samfélagsátök. En í kafla, sem nefnist Áróður og stéttasamstæður (bls. 16
—19), dregur hann fram dæmi úr bókum, sérstaklega Konungsskuggsjá,
sem sýna það svart á hvítu, að menn hugsuðu pólitískt á miðöldum engu
síður en nú og gerðu sér þess fulla grein, hver var stefna og tilgangur
kirkju og konungsvalds í skiptum þeirra við bændur og alþýðu. Það er að
vísu erfitt að sjá í hug manna á löngu liðnum öldum og skynja viðhorf
þeirra, en sagnfræðingur má ekki ætla sér að sigrast á þeim erfiðleika
með því að sneiða hjá honum. Þess má og minnast, að fátt er jafnlíkt
sjálfu sér sem mannkindin á öllum öldum. „Ekkert er nýtt undir sólunni",
segir Prédikarinn. Stéttabarátta og togstreita um völd ekki heldur.
Þættirnir um stjórnarhætti eru greinargóðir og þróun þeirra skilmerki-
lega rakin. Höfundur leggur áherzlu á, að Jónsbók sé merkilegur áfangi
í löggjöf vorri og lög hennar betri en þjóðveldislögin, eins og málum var
komið. Stjórnskipun þjóðveldisins var orðin úrelt og að ýmsu úr lagi geng-
in. f lögbókunum var þó byggt á fornum grunni og breytingarnar hvergi
nærri eins róttækar og menn hafa viljað vera láta. f kaflanum, sem nefn-
ist Jarldómur á íslandi (bls. 22), kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að
íslendingar muni hafa farið að dæmi Orkneyinga, er þeir vildu hafa jarl
yfir sér. Hann heldur og fram þeirri skoðun, sem er ný af nálinni, að
þrir menn hafi borið jarlsnafn yfir íslendingum: Gizur Þorvaldsson, Auð-
unn Hugleiksson hestakorn (sbr. Skálholtsannál 1286) og Kolbeinn Bjarn-
arson (d. 1309), sem titlaður er jarl í Árna biskups sögu og Sjávarborgar-
máldaga. Fæ ég ekki betur séð en þess kenning höfundar sé rétt, eða
hvernig ber að skilja heimildirnar öðruvísi eða er leyfilegt að ómerkja þær?
Höfundur færir gild rök að því, að dómar manna um 14. öldina, harð-
indi hennar og eymd, hafi ekki við rök að styðjast. Hann segir m. a.:
„Heimildir sanna okkur, að hún er vaxtar- og gróskuskeið, og almenning-
ur heyr þá á engan hátt vonlausa baráttu fyrir afkomu sinni, ef nokkr-
um harðæraköflum er sleppt. Menn eiga fleiri kosta völ en áður, og þeim