Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 199
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna
19/
Barnaveiki er nú að kalla horfin í menningarlöndum, enda
er bólusetning gegn henni orðin mjög algeng. Á öldinni, sem
leið, gerði veikin mikinn usla hér á landi. Árið 1860 gekk
skæðasti faraldur, sem vitað er um, og segir um hann í Hbs.
(1911—20): „1 heilum sveitum sýktust nálega öll börnin, og
helmingurinn dó.“ Eftir 1916 eru skráð flest tilfelli á árinu
1921, eða 400 tilfelli. Síðan 1947 er vitað aðeins um 2 tilfelli.
Ef bólusetningu verður haldið áfram, ætti veikin að hverfa.
Hlaupabóla er meinlaus kvilli í bömum, en getur lagzt all-
þungt á fullorðna. Hún er hér landlæg og fleiri eða færri til-
felli af henni á hverju ári. Síðan 1916 em skráð af henni fæst
tilfelli á árinu 1917, eða 68 tilfelli, en flest árið 1951, eða
1309. Rétt er að halda nemanda heima, þangað til útbrot eru
gróin.
Hettusótt hefir verið hér viðloðandi lengi, en gengur í bylgj-
um. Hún er mjög sjaldan banvæn. Langstærsti faraldur, sem
skráður hefir verið, gekk 1942. Þá vom skráð 5034 tilfelli og
1 maður dó. Rétt er að halda nemanda heima, þangað til öll
bólga er horfin úr munnvatnskirtlum.
RauSir hundar em hér viðloðandi, en sýkingartala er oft-
ast fremur lág. Veiki þessi hefir vakið athygli á seinni ámm,
vegna þess að hún getur valdið alvarlegum vansköpunum á
fóstri, ef ófrísk kona fær hana á fyrstu tveimur mánuðum
meðgöngutíma. Börnin geta m. a. fæðzt blind og heyrnar-
laus. Að öðru leyti er hún meinlaus.
Mænusótt stingur sér niður öðru hverju, en þess á milli
ganga misskæðir faraldrar, og hefir veikin færzt í vöxt á síð-
ustu áratugum. Lokun skóla hefir sennilega lítil sem engin
áhrif á gang veikinnar, með því að heilbrigðir geta borið
hana og menn smita frá sér, áður en þeir veikjast. Helzta
vöm gegn veikinni hefir verið að gæta eins mikils hrein-
lætis og auðið er, meðan hún gengur. Nú er tekið að bólu-
setja við henni, en um árangur er ekki fullreynt. Hlíta verð-
ur forsögn læknis um það hverju sinni, hvenær sjúklingur
má sækja skóla, að veikinni afstaðinni.
Nokkrir kvillar skólabarna. Mjög er erfitt að henda reiður
á tíðni ýmissa kvilla skólabarna, sökum þess hve ólíkt lækn-