Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 191
Skírnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 189
takast að koma skólunum fyrir, og hefir þar vafalaust komið
til rótgróin hjálpsemi íslenzks sveitafólks, en auk þess var að
skólahaldi nokkur tilbreytni i fásinni.
Ekki er undarlegt, þótt læknum hrysi hugur við skólahaldi
við slík skilyrði. Skólavist fylgir ætíð aukin smithætta og þvi
meiri sem húsakynni eru þrengri og aðbúð verri. Nú má
ætla, að nokkurs hafi verið metnar tillögur lækna um endur-
bætur og viðhald skólahúsa, sem beinlínis voru ætluð til skóla-
halds, og eru til um það nokkrir vitnisburðir. Hins vegar eru
engar likur til, að þeir hafi haft nokkur teljandi áhrif á far-
skólahald, með því að víðast mun hafa verið um fá heimili
að ræða, og varð þá annað tveggja að taka þau heimili, sem
buðust, eða fella niður skóla að öðrum kosti. Skulu hér nú
greindir vitnisburðir 15 héraðslækna á árunum 1911—24.
Birt er einungis ein umsögn úr hverju héraði:
1911. „Barnaskólahúsið lítið og loft þar illt.“
„Kennslustofur á bæjum loftlitlar og ofnlausar.“
„Kennslustofur kaldar, saggasamar og loftlausar stofu-
kytrur.“
1912. „Kennslustofur kaldar og loftlausar . . . Lítt skiljanlegt,
hvernig börnin halda heilsu með þvi að sitja skjálfandi
við námið fleiri klukkust. á dag, stundum vot í fætur,
er þau koma í óveðri af næstu bæjum. Mest stafar þetta
óstand af skeytingarleysi fræðslunefnda.“
1913. „ . . . húsakynni og allur útbúnaður í lélegu lagi . . .“
1914. „Það er ekki fátítt, að mörgum börnum er hrúgað sam-
an í litla baðstofukytru, þar sem lítil loftræsting er eða
engin, sætin mestmegnis rúmin og þrifnaður sums stað-
ar á lágu stigi . . . Börnin vaða í fætur á leiðinni í skól-
ann, sitja þá stundum í bleytunni og kvefast jafnaðar-
lega. Með heilsufari barnanna er ekkert eftirlit. Þau
geta fært hvert öðru næma sjúkdóma, eins og altítt er
um kláða, sum ef til vill berklaveiki. Þannig er far-
andkennsla öllu frekar útbreiðslustofnun fyrir sjúk-
dóma en lærdóma.“
1915. „Farkennslan er í megnasta ólagi, hvað aðbúð og heil-
brigðishætti snertir. Húsakynni oft þröng, dimm, loft-