Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 30
28
Einar Haugen
Skírnir
um sínum. Meðal hinna mörgu amerísku tungumálakennara,
er lásu rit þessara Evrópumanna sér til gagns, var kennari,
sem jafnframt varð frægur málvísindamaður. Það var Leon-
ard Bloomfield, er árið 1914 gaf út rit sitt, Introduction to
the Study of Language.1) I þessari litlu hugvekju sinni gagn-
rýndi hann harðlega aðferðir við málakennslu í Ameríku,
sem hann kvað vera „um það bil hálfri öld á eftir þvi, sem
er í skólum Evrópu, enda hefir þar verið fylgzt betur með
vísindalegri þekkingu á eðli málsins“ (306). Hugmyndir þær,
er hann ber fram, eru í höfuðatriðum þær sömu og hjá hin-
um evrópsku umbótamönnum, og hann vísar þráfaldlega til
rita þeirra.2) Hann aðhyllist talkunnáttu sem æskilegasta
markmiðið (295) og gagngera þjálfun í hljóðmyndun sem
fyrsta skrefið, byggða á hljóðrituðu lesefni (299—300). Hann
aðhyllist uppbyggingu „vanabundinna hugmyndatengsla"
(294) með því að æfa „kveðjuformála, stuttar setningar um
hluti í kennslustofunni og atliafnir, sem hægt er að fram-
kvæma, um leið og þær eru nefndar“ (300). Hann gagn-
rýnir það, hve þær „kennslustundir eru fáar“ (293), sem
helgaðar eru málakennslunni, og telur átta kennslustundir á
viku lágmark (302). Hann telur, að lesefninu skuli gert hærra
undir höfði en málfræðinni og leggur til, að sem minnst eigi
að segja um málfræðiatriði, og þá aðeins eftir að efni það,
sem dæmifærir þau, hefir verið lært (303). Hann leggur ríka
áherzlu á það, að í stað þýðinga „ætti að læra texta með því
að margnota efni hans við að hlusta á það, lesa, tala og skrifa“.
1923 gaf hann út byrjendabók í þýzku, þar sem hann reyndi
að framkvæma þessar undirstöðureglur í reynd.3) 1 hinni
miklu handbók sinni í málvísindum, sem kom út árið 1933
og hét Language, er harla lítið að finna um tungumála-
kennslu, en ummæli hans um hinar hefðbundnu kennslu-
aðferðir eru jafnhörð og fyrr: hann lýsir miklu af kennslunni
J) New York, 1914.
2) Auk Ottos Jespersens er ein höfuðheimild hans Leopold Bahlsen:
The Teaching of Modern Languages (Boston, 1903), sem er yfirlit um
umbótahreyfingu þessa, þýdd úr þýzku.
3) First German Book (Columbus, Ohio, 1923).