Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 252
250
Ritfregnir
Skímir
ei slik form at ho ogsá kunne lesast av andre enn dei som sjolve arbeider
med norron filologi"). Og um aðferð sína segir hann: „Vi har valt S ta
for oss sporsmálet om det historiske ved S granska episoden med folkloris-
tisk metodikk, forst ved samanlikning av motiv og lan innanfor sagalittera-
turen sjolv, sidan ved S sjS sagaepisoden i lys av eit komparativt segn-
materiale.11
Fyrsti þáttur bókarinnar, „Tradisjonskritisk forsking i Egils saga“,
rekur rannsóknir og skoðanir eldri fræðimanna á þessum efnum.
1 öðrum þætti, „Jamfnring av hovudloysingsepisoden med liknande tradi-
sjon“, tínir höfundur til ýmsar aðrar sagnir um, að menn hafi leyst höfuð
sitt með kveðskap eða með öðrum hætti, minnir meira að segja ó „Den
bakvende visa“ („Eg lag og eg datt“, . . . „Eg beisla min stövel og sala
mitt sverd“), og verður þó vandséður skyldleiki þeirrar sagnar við höfuð-
lausnarsögnina í Eglu, en þenna kafla þáttarins nefnir hann „Loysings-
segner til dikt og g&ter“. Niðurstöður höfundar í þessum þætti eru helzt
þær, að sögnin um höfuðlausn Egils sé trúlegast ein slíkra sagna, sem
fólk setji gjarnan í samband við þekktar persónur. „Det parallelle tradi-
sjonstilfanget vi har funne, peikar alt i den lei at desse tradisjonane meir
m& forkl&rast ut fra lovene for vanleg segnlaging, enn fr& historiske hen-
dingar med bakgrunn i rettsregler eller gamal sedvane."
Þriðji þáttur bókarinnar, „Problemet uekte strofer i Egils saga“, fjallar
um vísur þær, sem eignaðar eru Agli, og eru upplýsingar þeirra bornar
saman við texta sögunnar í óbundnu máli. Eru þar meðal annars bomar
saman frásagnir sögunnar af viðureign Egils við Ljót berserk og frósagn-
ir i frönskum bókmenntum frá lokum 12. aldar (Chrétien de Troyes:
Yvain), og niðurstöður höfundar um þennan hluta sögunnar eru, „. . . at
her har vi & gjera med ein episode der forfattaren diktar b&de prosaen og
lausavisene". En ekki telur hann liklegt, að afritarar hafi bætt visum hér
inn í söguna.
Fjórði þáttur nefnist „Arinbjarnarkviða og vitnem&let om hovudloy-
singa“, og telur höf. kviðuna raunverulega orta af Agli eins og sagan
segir, en þar með styrkist frásögn sögunnar um höfuðlausnina, að hún
hafi raunverulega gerzt.
Fimmti þáttur, „Hovudloysingstradisjonen i samanheng med nyare seg-
ner og gamal skikk“, segir frá ýmsum atriðum í norrænum upphafssögn-
um, sem höfundur ætlar að séu runnin frá höfuðlausnarsögninni í Egils
sögu. Höf. telur, að norskar þýðingar Islendinga sagna hafi sett merki sín
á sagnir í munnlegri geymd á ýmsum stöðum í Noregi (Setesdal, Sunn;
mæri), t. d. sagnir um Gretti.
Loks er í sjötta þætti, „Hgfuðlausn", rætt um texta kvæðisins, hann
prentaður og skýrður, rætt um bragarhátt og annan búning kvæðisins.
Sjöundi þáttur nefnist „Livsvilk&r for skriftlaus poetisk tradisjon", og
segir heiti hans raunverulega til um efnið. Ræðir höf. þar innri skilyrði
kvæðisins til að geymast óbrjálað í minni manna og kemst að þeirri nið-