Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 155
Skírnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
153
Sólveigar Jónsdóttur, Marteinssonar, Einarssonar biskups. En
föðurfaSir Þórunnar var Björn prestur Gíslason í Saurbæ í
Eyjafirði, sem var einn af hefðarklerkum Hólabiskupsdæmis
um og eftir miðja 16. öld. Verður því ekki annað sagt en góð-
ar ættir liafi staðið að Þorleifi.
Þorleifur hefir verið mjög ungur, þegar faðir hans lézt,
eða um 15 ára að aldri. Er lítið vitað um æskuár hans annað
en það, sem segir í Ættartölubók séra Jóns Halldórssonar í
Hítardal.2) Séra Jón var að nokkru leyti samtíðarmaður Þor-
leifs (f. 1665) og því líklegt, að byggja megi á frásögn hans
í aðalatriðum. Segir hann, að Þorleifur hafi siglt ungur og al-
izt upp hjá föðurfændum sínum í Hamborg, og er það ein
sönnun þess, að föðurætt Þorleifs hafi verið af þýzku bergi
brotin. Þá segir enn fremur, að í Hamborg hafi Þorleifur
lært klæðskeraiðn, en það bendir ótvírætt til þess, að hann
hafi um tíma ætlað að setjast að erlendis. 1 Hamborg og öðr-
um þýzkum verzlunarborgum voru duglegir iðnaðarmenn í
miklum metum og komust þar oft í margvíslegar trúnaðar-
stöður. Hins vegar var kunnátta í klæðskurði sízt fallin til að
verða nokkrum manni til framdráttar á Islandi á 17. öld. Ekki
er vitað, hvort Þorleifur hefir notið einhverrar menntunar
hér á landi, áður en hann fór utan, en í Sýslumannaævum
Boga Benediktssonar segir, að hann liafi numið sitt hvað fleira
í Hamborg en klæðskurð, enda vel greindur. Séra Jón Hall-
dórsson segir annars, að erlendis hafi t’orleifur gleymt mjög
móðurmáli sínu og ekki náð því vel aftur. Hefir hann því
líklega ávallt talað það með erlendum hreim, en af þeim fáu
embættisbréfum hans, sem varðveitzt hafa (eingöngu í af-
ritum), verður ekki séð, að hann hafi skrifað verri íslenzku
en gekk og gerðist á þeim tíma. Þorleifur mun því hafa dval-
ið alllengi erlendis, en er þó örugglega kominn heim 1647,
því að þá og sum næstu árin fram á 1652 var hann umboðs-
maður (lögsagnari) Guðmundar Hákonarsonar, sýslumanns
í Húnavatnsþingi og klausturhaldara á Þingeyrum.
Guðmundur var móðurbróðir Þorleifs og var maður vel
lærður á þeirra tíma vísu, auðmaður og höfðingi mikill. Fór
mikið orð af vitsmunum Guðmundar og lögvísi, og má telja