Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 64
62
Hróðmar Sigurðsson
Skírnir
um, sem þeir geta myndað með þeim stöfum, sem áður eru
lærðir. Slík niðurröðun efnis er vænleg til að vekja áhuga
barnanna, þar sem þau geta farið að lesa strax, þegar þau
hafa lært nokkra stafi, og finna þau þannig fljótlega ákveð-
inn tilgang í náminu. Kverið er einnig allfjölbreytt að efni og
kom það út í 7 útgáfum, sú síðasta 1926.
Stafrófskver eftir sr. Jónas Jónasson kom út í Kaupmanna-
höfn 1899. Var kver þetta prýtt 80 myndum og fjölbreytt
að efni, en byggt upp í svipuðu formi og kver Eiríks Briems.
önnur útgáfa kom út á Akurejn'i 1908. Var hún allmikið
stytt og með 50 myndum, flestum nýjum. Það var sérkenni-
legt við þessa útgáfu, að ekkert orð var meira en tvö atkvæði.
Þriðja útgáfa kom út á Akureyri 1919. Að mestu samhljóða
2. útgáfu. Bætt við 5 nryndum.
Fjórða útgáfa kom út í Reykjavík 1926. Algerlega samhljóða
3. útgáfu.
Af stafrófskveri þessu voru alls prentuð 20 þúsund eintök,
og mun það ganga næst kveri Jóns Ólafssonar að eintaka-
fjölda.
Stafrófskver eftir Hallgrím Jónsson kom út í Reykjavík
1907. Kver þetta byrjar á stafrófinu, og fylgir mynd hverj-
um staf, t. d. a — api, b — bjór o. s. frv. Er heiti myndanna
alltaf prentað með. Þá kemur stafrófsröðin og síðan samhljóð-
amir ásamt þeim atkvæðum, sem þeir mynda með sérhljóð-
unum. Síðan kemur: Skáletur, Upphafsstafir, Atkvæði, Les-
kaflar (ýmislegt efni), Tölustafir, smásögur, vísur o. fl. Kver
þetta kom út í sex útgáfum, sú síðasta 1936.
Nýfa stafrófskveriS 1. og 2. hefti eftir Laufeyju Vilhjálms-
dóttur kom út í Reykjavík 1908—1909. Önnur útgáfa af síð-
ari hlutanum 1914. Breytt útgáfa í einu hefti 1925. Kverið
var frábmgðið öðrum stafrófskverum að því leyti, að það
byrjaði á skrifletri, og var ætlazt til, að börnin lærðu að skrifa
stafina jafnóðum og þau lærðu að þekkja þá. Þá var gert ráð
fyrir, að bömin lærðu aðeins einn staf í einu, en lærðu jafn-
framt að lesa einföld atkvæði og orð, sem mynduð eru úr
þeim stöfum, sem á undan eru komnir, líkt og í kveri Eiríks
Briems og Jónasar Jónssonar. Þegar allt skrifletrið hefur ver-