Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 62
60
Hróðmar Sigurðsson
Skírnir
hálfa öld, þrátt fyrir þaS þótt önnur ágæt stafrófskver kæmu
út á sama tíma. Af síðari gerðum kversins komu alls út 14 út-
gáfur, svo að alls kom það út í 16 útgáfum, sú síðasta 1928.
Alls munu hafa verið prentuð yfir 30 þúsund eintök af þessu
kveri.
Árið 1887 kom út önnur gerð af kveri þessu mikið endur-
bætt, og nefndist hún Spánýtt stafrófskver. Vegna þess, hve
kver þetta náði mikilli útbreiðslu og vinsældum, þykir rétt
að gera hér nokkra grein fyrir efni þess. Á blaðsíðu 3—8
er stafrófið, eingöngu litlir stafir, 6—12 stafir á síðu endur-
teknir nokkrum sinnum og raðað á ýmsa vegu. Á blaðsíðu
8—16 eru atkvæði, og skiptast þau í 18 stutta kafla, sem
þyngjast smátt og smátt. Fyrst eru eins atkvæðis orð og reynt
að mynda með þeim stuttar setningar, t. d. „ég fer út á ís“,
„fæ ég þá kú“, „ég get fest blað í bók“. Allir þessir kaflar
eru eingöngu með litlum stöfum. Á blaðsíðu 17 og 18 koma
stóru stafirnir og vísurnar A, b, c, d, e, f, g o. s. frv. Þá koma
þrjár vísur prentaðar með stórum stöfum eingöngu. Síðan er
stuttur kafli úr Kátum pilti ásamt vísunum „Fögur er kvöld-
sólin“ og „Komdu, komdu kiðlingur“. Næst er skáletur og
Sagan Sigga og Öli prentuð með því. Þá koma nokkrir stuttir
leskaflar og vísur með myndum. Skrifletur. Tölustafir (og
nokkrar einfaldar útskýringar á þeim). Jólasveinar einn og
átta (þula). Rómverskar tölur. Helztu lestrarmerki. Gátur.
Málshættir. Þulur (Sat ég undir fiski-hlaða, Karl og kerling).
Grýla (Grýla reið fyrir ofan garð, Grýla kallar á börnin sín).
Kverið endar svo á vísunni „Að lesa og skrifa list er góð“ og
tveimur erindum úr Heilræðum Hallgríms Péturssonar
(„Lærður er í lyndi glaður“ og „Oft er sá í orðum nýtur“).
Kverið er 40 blaðsíður, og þótt það sé ekki lengra, er efni þess
allfjölbreytt, eins og sjá má af þessu yfirliti. Efnið var einn-
ig þannig valið, að það varð bömunum hugþekkt, og þar að
auki var ytri frágangur kversins bæði fallegur og nýstárlegur.
Mun þetta allt hafa átt sinn þátt í vinsældum þess. En Jón
Ólafsson lét ekki þar við sitja. Sjötta útgáfa kversins, 1902,
var aukin og endurbætt og hét það eftir það Nýja stafrófs-
kveriS. Var bætt við 8 atkvæðaköflum, myndum fjölgað og