Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 246
244
Ritfregnir
Skímir
skipting í marga (fimm) flokka. Þa5 er tafsamt að þurfa að leita eins
orðs í mörgum stafrófsröðum, og menn gera það almennt ekki, eins og
sést á því, hversu viðaukar við orðabækur em lítið notaðir. IV. hefti
er laust við þessa ytri galla. Þar er seinni hluti heftisins (63 bls. af
123) enskt-íslenzkt orðasafn úr flugmáli, en þar með er vitanlega fjöldi
orða, sem notuð eru einnig í mörgum öðrum greinum, svo sem ýmislegt
um vélar og allmörg orð úr veðurfræði. Er þess að vænta, að framvegis
verði Nýyrði, þau hefti sem ókomin em, með þessu sniði, þótt það auki
óneitanlega kostnað við útgáfu, því að annars er aðeins hálft gagn að
nýyrðasöfnunum.
Þessi nýyrðaútgáfa er góð bráðabirgðaúrlausn, meðan ekki eru til full-
komnari sérfræði- eða tækni-orðabækur íslenzks máls. Enda kunna menn
almennt vel að meta hana, þar sem upplag I. heftis mun nú vera á þrot-
um. Og verkefni mun aldrei þrjóta, meðan islenzk tunga er frábrugðin
öðmm málum og notendur hennar læra af öðmm þjóðum.
Árni Böðvarsson.
Norsk ordbok. Ordbok over det norske folkemalet og det nynorske
skriftmálet. I. hefti, a—■ angerodd, 1950, — II. hefti, angers------avtent,
1955.
Eitt af þvi fyrsta, sem Bjöm Sigfússon sagði mér, þegar ég kom í Há-
skólann og fór að kynnast bókum í norrænni málfræði, var það, að Norð-
menn stæðu miklu verr á vegi með orðabók yfir tungu sina en íslend-
ingar. Mér þótti þetta ótrúlegt um svo mikla þjóð, en þetta mun ekki
vera svo fjarri lagi. Málstreitan annars vegar og ritmál á gömlum dönsk-
um merg hins vegar hafa meir knúð til rannsókna á takmörkuðum svið-
um tungunnar en til heildarverka slikra sem yfirlitsorðabókar. Ekki svo
að skilja, að bókmálið (ríkismálið) sé miklu betur statt, því að enn er
ekki komin út öll Norsk riksmálsordbok-. Hún byrjaði að koma út 1937,
og mun síðustu arka hennar senn að vænta; verður alls fjögur bindi. Bók-
málið byggir þó á gamalli rithefð miklu meir en nýnorska (landsmál),
þar sem það er arftaki danskrar tungu hjá stjórnvöldum og kirkju, en ný-
norska ekki nema aldar gamalt ritmál og dregin saman úr mörgum og
mismunandi mállýzkum almennings, einkum til sveita. Það ætti ekki að
þurfa að segja íslendingum, að Ivar Aasen hóf landsmálið til vegs og virð-
ingar um miðja seinustu öld (síðan 1929 er hið opinbera heiti þess ný-
norska, en bókmál hins málsins). 1850 kom út stórverk hans, Ordbog over
det norske Folkesprog (með skýringum á dönsku), sem hann hafði safnað
til áratuginn áður á ferðum sínum um vesturströnd Noregs, Agðir, Þela-
mörk, dalina austanfjalls, Þrændalög og allt norður á Hálogaland. Tveim
árum áður, 1848, hafði komið út Det norske Folkesprogs Grammatik, eftir
hann (ný og endurbætt útg. 1864). Ný útgáfa af orðabókinni kom svo
1873. í fyrstu útgáfu þessara rita var Aasen í vandræðum, hvernig hann