Skírnir - 01.01.1957, Side 54
52 Hróðmar Sigurðsson Skírnir
svo í bók sinni Fjögur hundruS ára saga prentlistarinnar á
Islandi:
Þá tíðkuðust ekki ritlaun, en rithöfundar máttu þakka
fyrir að sjá rit sín koma út og fengu í hæsta lagi fáein
eintök af hókinni. En fyrir Barnagullið fékk síra Bjarni
15 rdl. í ritlaun.
Nýtilegt Barnagull náði mikilli alþýðuhylli, sem eðlilegt var
um svo ágæta bók. Það kom alls út i sex útgáfum: Beitistöð-
um 1817, Viðey 1836 og 1843, Reykjavík 1846, 1863 og 1868.
Kver þetta má að nokkru telja hliðstætt Stöfunar Barni sr.
Gunnars Pálssonar, en bætir þó við ýmsum athyglisverðum
nýjungum. Skemmtileg er t. d. sú tilraun höfundar að setja
saman heilar sögur úr eins og tveggja atkvæða orðum. Miðar
þetta að því að vekja meiri áhuga hjá börnunum en yrði, ef
þau læsu aðeins sundurlaus atkvæði. Þá er einnig í kverinu
leitazt við að veita börnunum nokkuð af hagnýtum fróðleik,
svo sem um tímatal, dýrafræði (skýringarnar á vísunni Hani,
krummi, hundur, svín), landafræði (um jörðina) og einföld-
ustu atriði reiknings. Nú á tímum mundi þessi fróðleikur
þykja ófullnægjandi, en fyrir 140 árum hefur hann komið
mörgum fróðleiksfúsum alþýðumanninrun að góðu gagni. I
þessum efnum ber kverið mark upplýsingarstefnunnar, enda
sýna önnur rit sr. Bjarna, að hann hefur viljað auka hag-
nýta þekkingu landa sinna.
En þrátt fyrir hinar ágætu bækur þeirra sr. Gunnars Páls-
sonar og sr. Bjarna Amgrímssonar skaut gamli tíminn aftur
upp kollinum. Árið 1827 kom út í Viðey Stutt stafrófskver
ásamt Lúthers litlu frœSum, horSsádmum og bænum. Hefst
kver þetta á vísunum, sem birtust fyrst í Hólakverinu 1776,
„Blíða barn að góðu“, og má heita, að kver þetta sé að mestu
leyti samhljóða þvi, aðeins bætt við vísunum A, b, c, d, e, f, g,
en aftur á móti sleppt latnesku letri. Kver þetta kom út í
sjö útgáfum, sú síðasta 1851.
Ekki er gott um það að segja, hvað hefur valdið því, að
kver þessi urðu svona lífseig, eftir að betri bækur vom komn-
ar á markaðinn. Mörgum hefur sennilega þótt hagkvæmt
vegna sparnaðar að hafa stafrófskverið og barnalærdóminn