Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 249
Skírnir
Ritfregnir
247
hljóða Glúmu. Hefur það verið fræðimönnum ærið áhyggjuefni, hversu
háttað sé samhandi sagnanna. Það hrýnir menn enn fremur til rannsóknar,
að Glúmukaflinn er geymdur í tveimur handritum og her nokkuð á milli.
Annað handritanna er svonefnd Möðruvallahók (M), merkasta safn Islend-
inga sagna. Hitt er slitur úr Vatnshyrnu (V), frægri skinnbók, sem nú er
að miklu leyti glötuð. Texti V stendur nærri Reykdælu, en M er styttri
og gagnorðari. Hafa menn ekki verið á einu máli um það, hvort hin upp-
haflega frásögn muni teygð í V og Reykdælu eða saman þjöppuð í M.
Á siðari tímum hafa þó flestir talið, að V (og Reykdæla) muni standa nær
frumtextanum. Ég hef nýlega fjallað um þetta mál í sambandi við út-
gáfu Glúmu i 9. hindi 1 slenzkra fornrita, og er niðurstaða mín í stuttu
máli á þessa leið:
1) Umrædd frásögn, sem nefnd hefur verið Skútu þáttur, mun hvorki
skrifuð af höfundi Glúmu né Reykdælu.
2) Þátturinn hefur að öllum líkindum verið sjálfstætt rit upphaflega.
3) Höfundur Reykdælu hefur sjálfur fellt þáttinn inn í sögu sína, en i
Glúmu hefur honum að líkindum verið skotið inn, eftir að sagan var sam-
in í öndverðu. Þó er ekki óhugsandi, að innskotið sé verk Glúmuhöfundar
sjálfs.
4) Þátturinn getur ekki verið kominn í Glúmu úr Reykdælu, en hugs-
anlegt, að Reykdæla hafi sótt hann i Glúmu. Að öðrum kosti hafa báðar
sögur farið eftir hinni sjálfstæðu gerð þáttarins.
5) Gerð V og Reykdælu stendur nær frumtextanum að lengdinni til,
og hefur þátturinn verið styttur í M. Aðrir hlutar Glúmu eru einnig
styttri í M en samsvarandi hrot í V, og má því gera ráð fyrir, að öll hafi
Glúma verið stytt í M. Hins vegar er M eldri en V og hefur þvi minna
af beinum skrifaravillum en V.
Ari C. Rouman, prófessor i Leiden i Hollandi, hefur nú rannsakað Skútu
þátt á nýjan leik og borið gerðir hans saman. Reitir hann að sumu leyti
sömu aðferðum sem fyrri rannsóknarmenn, en styðst þó eirikum við nýja
aðferð. Hann hefur athugað tiltekin einkenni máls og stíls í 11 Islendinga
sögum, þ. á m. Glúmu (báðum gerðum) og Reykdælu. Hann athugar
hvern kapítula sérstaklega og greinir sundur frásögn og beina ræðu per-
sóna. Einkenni þau, sem hann tekur til meðferðar, eru þessi: 1) Fjöldi
málsgreina (periods). 2) Fjöldi atkvæða i hverri málsgrein. 3) Fjöldi at-
kvæða í hverri setningu (phrase). 4) Fjöldi aðalsetninga (parataxis). 5)
Fjöldi aukasetninga (hypotaxis).
Samkvæmt þessari athugun kemst Bouman að eftirfarandi niðurstöðu:
1) 13.—16. kapítuli Glúmu eru allir komnir úr sjálfstæðu riti, sem hann
nefnir X. 2) Allt X hefur verið fellt inn í Glúmu, en Reykdæla hefur að-
eins tekið upp siðasta hluta þess, Skútu þátt. 3) M stendur næst X. Bæði
V og Reykdæla eru komnar frá M-gerð gegnum glataða gerð Víga-Glúms
sögu.
Talning Boumans hefur verið mikið verk, og ritgerð hans ber vitni um