Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 38
36
Einar Haugen
Skímir
á ráðin um þessa kennslu og stofnaði til hennar. Samvinna
við málvísindamennina komst á, er J. Milton Cowan, ritari
Ameríska málvísindafélagsins, tókst á hendur að stjórna fram-
kvæmdum á áætlunum þess um rækileg tungumálanámskeið
(Intensive Language Program). Samkvæmt þeim áætlunum
hófst á árunum 1941—42 kennsla í 26 ólíkum tungumálum,
er velflest höfðu aldrei fyrr verið kennd í Bandaríkjunum.1)
I mörgum þeirra voru ekki til neinar kennslubækur eða
kennslugögn, og málvísindamennirnir urðu að hefja verkið
með tvær hendur tómar og beita málrannsóknaraðferðum sín-
um með fulltingi fólks, er málin talaði. Áhrif þau, er fram-
kvæmdir á áætlunum þessum höfðu, jukust um allan helming,
er herinn ákvað tveim árum síðar að koma á fót sínum eigin
tungumálanámskeiðum. Ef við kynnum okkur nánar þær
meginreglur, sem sagt er, að einkum hafi verið fylgt á flest-
um þessum námskeiðum á stríðsárunum, komumst við að
raun um, að í höfuðatriðum eru þær hinar sömu og málvís-
indamenn í Evrópu og Ameríku, frá Vietor til Bloomfield,
aðhylltust.2) Markmiðið var fyrst og fremst það að ná leikni
i talmáli og lestrarkunnáttu jafnan skipaður lægri sess. Að-
ferðir þær, sem beitt var, voru þær, 1) að námi var hraðað
eftir föngum og 2) að minnislærdómur og eftirhermur voru
látin sitja í fyrirrúmi fyrir málfræðikennslu. Margir amer-
iskir kennarar höfðu hlotið undirbúning að þessum aðferðum
í ritum kennara austan hafs og vestan, og ekki verður sagt,
að þær beri eingöngu að þakka málvisindamönnum. Megin-
framlag málvísindamannanna var fólgið í þekkingu þeirra á
*■) Mortimer Graves og J. Milton Cowan: Report of the first year’s
operation of the intensive language program of the American Council of
Learned Societies 1941—12 (Washington, D.C.., 1942).
2) 1 lýsingu sinni á námskeiðum hersins í Yale viðurkenna Nord-
meyer og White gildi handbókar Jespersens (og þess, er Harold Palmer
hefir skrifað); sjá German Quarterly 19, 86—94 (1946). Yfirlit um nám-
skeiðin í heild er að finna í Paul F. Angiolillo, Armed Forces’ Foreign
Language Teaching (New York, 1947); Frederick B. Agard og Harold B.
Duhkel, An Investigation of Second-Language Teaching (Boston, 1948);
Maxim Newsmark, Twentieth Century Modern Language Teaching (N.Y.,
1948); John B. Carroll, The Study of Language (Cambridge, Mass., 1953).