Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 180
178
Benedikt Tómasson
Skímir
öll verið endursamin og ný lög sett um nýja þætti heilbrigð-
isþjónustu, sem hæfa þykir að veita nú á tímum. Hefir það
lengi vakað fyrir að setja sérstaka löggjöf um heilsuvernd í
skólum og bæði heilbrigðismálastjóm og fræðslumálastjórn
verið ljós nauðsyn þess. 1 Hbs. fyrir árið 1929, er núverandi
landlæknir gaf út, segir hann svo: „Skólaskoðanir og eftirlit
með heilsufari hinnar uppvaxandi kynslóðar er hið merkileg-
asta mál, og er annað eins fúsk og hér hefir verið stofnað til
því ekki samboðið, svo sem læknum mun almennt vera ljóst.“
Og í Skipan heilbrig'Sismála. á íslandi, 1942, ritar hann á þessa
leið: „Stendur skólaeftirlitið og allt eftirlit með heilbrigði hinn-
ar uppvaxandi kynslóðar mjög til bóta, og væri raunar þörf á
að ráða til þess sérfróðan og vel hæfan lækni (skólayfirlækni),
er skipulegði þá starfsemi um allt land og hefði sífellt eftir-
lit með framkvæmd þess.“ Hér mun fyrst hreyft þeirri hug-
mynd, að ráða skuli skólayfirlækni fyrir landið, en fjórum
ámm síðar er það ákveðið í fræðslulögum, eins og þegar hef-
ir verið greint frá. Síðan hafa farið fram nokkur bréfaskipti
um málið milli heilbrigðismálastjórnar og fræðslumálastjóm-
ar, og árið 1956 var skólayfirlæknir skipaður frá 1. september.
Lög um heilsuvemd í skólum eru mjög stutt og fjalla ein-
göngu um aðalatriði, en reglugerð samkvæmt lögunum er
væntanleg innan skamms. Helztu ákvæði laganna eru, að
rækja skuli heilsuvernd í öllum skólum landsins (Háskóli Is-
lands er undanþeginn) samkvæmt reglum, er menntamála-
ráðherra setur með ráði heilbrigðisstjómar, að sérfróður lækn-
ir, skólayfirlæknir landsins, skuli hafa yfimmsjón með starf-
seminni og auk þess eftirlit með heilsufari íþróttamanna, að
skólalæknar skuli vera starfandi við alla skóla landsins, að
heimilt skuli að ráða skólahjúkmnarkonur og skólatannlækna,
þar sem fé er til þess veitt og völ er á þeim, að heilsuverndar-
stöðvar skuli taka að sér skólaeftirlitið, þar sem þær starfa,
en héraðslæknar annars staðar, og að heilsuvernd í skólum
skuli nemendum og forráðamönnum þeirra að kostnaðarlausu
í öllum skólum, sem reknir era af ríki eða sveitarfélögum eða
styrks njóta af almannafé.
Um skólaeftirlit hafa ýmsir læknar ritað, aðallega þó á