Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 161
Skirnir
Þorleifur lögmaður Kortsson
159
sem til þeirra leituðu, upplýsingar um lagaatriði. Hafa þeir
því orðið að vera vel heima í Jónsbók og öðrum gildandi laga-
ákvæðum. Gagnstætt því, sem var um sýslumenn, var, þegar
hér var komið, litið á lögmannsembættið sem fast starf, og
höfðu lögmenn ákveðin árslaun, sem munu hafa verið 15
hundruð á landsvísu, og galt höfuðsmaður þau. Þetta voru
ekki sérlega há laun fyrir svo umfangsmikil störf sem lög-
mannsembættið krafðist, en venjan var, að lögmenn fengju
þau bætt upp með umboðum konungsjarða og sýslna. Áður
hefir verið bent á, hvernig ófyrirleitnir menn, er fóru með
sýslur, gátu rakað saman fé á kostnað almennings, og getur
engum dulizt, hve vafasamt það var fyrir íslenzkt réttar-
öryggi, að lögmenn gátu farið með sýsluvöld, enda þótt gert
væri ráð fyrir því, að þeir hefðu lögsagnara í sýslum sínum.
Hélzt þetta fyrirkomulag um margar aldir, þótt illa væri það
séð af öllum þorra landsmanna. Til dæmis hafði Þorleifur
Kortsson sýsluvöld í hálfri Isafjarðarsýslu og hálfri Stranda-
sýslu fram um 167010).
Ársins, sem Þorleifur varð lögmaður, er jafnan mjög minnzt
í íslenzkri sögu vegna einveldishyllingarinnar í Kópavogi, en
lians er þar í engu öðru getið en því, að hann undirritaði þá
hyllingu eins og aðrir fyrirmenn þjóðarinnar, sem þangað
komu. Hefir hann sjálfsagt haft sig þar lítið í frammi, enda
var hinn aldni og mikilsvirti embættisbróðir hans, Árni Odds-
son, sjálfkjörinn til að hafa þar orð fyrir Islendingum af hálfu
leikmanna, og koma því aðrir veraldlegir embættismenn þar
lítið við sögu. Það er einnig líklegt, að hinir yngri menn hafi
ekki verið eins mótsnúnir einveldinu og Árni er sagður hafa
verið. Út úr flestum heimildum virðist nefnilega mega lesa
það, að konungshollusta Islendinga hafi aukizt að mun upp
úr siðaskiptunum, farið sívaxandi, eftir því sem leið á 17. öld,
og náð hámarki kringum aldamótin 1800. Þetta var í raun-
inni mjög eðlileg þróun. Siðskiptin voru valdi konungs á Is-
landi feiknarleg lyftistöng, jafnt efnahagslega sem stjórnmála-
lega og sömuleiðis verzlunareinokunin. Urðu því bæði lærðir
og leikir hér á landi, sem komast vildu til einhvers frama,
stöðugt háðari konungi og æðsta umboðsmanni hans hér, og