Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 99
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings 97
um í formála fyrir safni sínu.1) tJr því kvæði eru fleiri máls-
hættir í safni Schevings. Sumir þeirra eru mjög afbakaðir,
svo sem lýtin skamma skarar, og hefur handritið sennilega
verið miður gott.
Orðskviðaklasinn, sem Scheving talar um í formála sínum,
er án efa Orðskviðaklasi Jóns Hálfdanarsonar.2) 1 honum
koma fyrir margir málshættir, sem Scheving hefur lítið
breytta eða óbreytta, svo sem: oft er grey í göds manns ætt,
sjaldan grœr um hrœrSan stein og ellin fellir flesta list. Af
málsháttum þeim, sem þetta verkefni fjallar um, koma þrír
fyrir í svipaðri mynd í þessu kvæði J.H. Orðskviðaklasinn er
til í mörgum handritum í Landsbókasafninu. Eitt þeirra, senni-
lega hið elzta, er Lbs. 1999, 8vo, talið skráð um 1740. Þar
vantar þó allmargar vísur framan á kvæðið. 1 Lbs. 1552, 8vo,
sem skráð er á 18. öld, er kvæðið heilt og jafnframt tekið
fram, að það sé ort af Jóni Hálfdanarsyni árið 1689. (Ég tók
málshætti þá, sem hér um ræðir, úr Lbs. 1999, 8vo, nema einn,
er kom fyrir í vísu, sem vantaði framan til í kvæðinu).3)
1 c-lið, bls. 4, ræðir Scheving um heimildina að málshátt-
um þeim, sem merktir eru D í söfnum hans. Þeir eru teknir
úr gömlum dæmisögukvæðum (viðlögum þeirra), sem hann
hefur haft í gömlu handriti. Áður hefur verið minnzt á þessa
málshætti og skýringartilraunir í sambandi við þá. 1 bók þess-
ari eða handriti var einnig kvæðið Bamarós. 1 leit að þessum
kvæðum fór ég yfir dæmisagnakvæði eftir séra Einar Sigurðs-
son, prentuð í Andvara 19124), einnig eftir Stefán Ólafsson5).
Þá fór ég yfir dæmisögukvæði og vísur eftir Pál Vídalín í
Lestrarkveri handa heldri manna börnum, sem Rask bjó til
prentunar að tilhlutan Hins íslenzka bókmenntafélags og gef-
ið var út 1830, einnig dæmisögukvæði í Vísnakveri Páls Vída-
líns6) og loks dæmisögukvæði eftir séra Guðmund Erlendsson
1) Málsh., bls. 5.
2) Sjá Isl. æviskr. III, bls. 141.
3) Sjá nr. 1, bls. 99.
4) Bls. 142.
5) Kv. St. Öl. II, bls. 171-175.
6) Bls. 160-166.
7