Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 118
116
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
sýniz gæfir; þvi eigi er allt i katli = katlinum sem
krækt er; svo eru eigi allir refir unnir, sem adkoma
edr i skotfæri sýnaz. L.F.R. XII, 236-237.
Þessi málsháttur kemur ekki fyrir í þeim erlendu máls-
háttasöfnum, sem ég hef athugað. Sennilegast finnst mér, að
hann sé innlendur að uppruna .
M
Ekki er matarfurda í fíkjunni. Scheving I, 16.
Þessi málsháttur kemur fyrir í nokkrum málsháttasöfnum,
en hvarvetna stendur firn í stað matarfurða nema hjá Schev-
ing. Ekki hef ég þó fundið dæmi, sem örugglega megi telja
eldri en frá 18. öld. Er hér eitt svohljóðandi:
Ecki eru firn i Fykiunne. Lbs. 1261, 8vo (A.).
I Lbs. 1261, 8vo (A.A.) er málshátturinn samhljóða (nema
þar stendur firnin fyrir firn), og sama máli gegnir um söfn
þeirra Guðm. Jónss.1) og F.J.2).
Sú gerð málsháttarins, sem stendur í Lbs. 1261, 8vo (A.),
gæti verið komin frá Eyjólfi á Völlum (sbr. formála, bls. 96).
Virðast mér allar líkur til, að sú gerð málsháttarins sé eldri
en sú, sem stendur í safni Schevings. Orðið matfurSa (sbr.
matarfurSa hjá Scheving) kemur fyrst fyrir hjá B.H. Þar
stendur:
Furda f. vid. fordi, inde matfurda., féfurda. B.H. I, 256.
Sennilegt finnst mér, að B.H. hafi þekkt málsháttinn, þótt
hann geti hans ekki. Til þess bendir orðið féfurða, sem hann
tilgreinir sérstaklega (B.H. 1,200) og einnig kemur fyrir í
málshætti:
Ekki er féfurða í flíkinni. Málsh., bls. 46.
Eins og sjá má af tilvitnuninni, hefur B.H. talið matfurSa
merkja „matarforði“. Orðið furSa er hér i óvenjulegri merk-
ingu, en það hefur frá fornu fari einkum merkt „undur, e-ð
óvenjulegt“ (sbr. Fr.), en einnig „fyrirboði11, eins og eftir-
farandi málsháttur sýnir:
hófleysa er falls furda. Scheving I, 28.
1) Sjá Guðm. Jónss., bls. 71.
2) Sjá Málsh., bls. 42.