Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 33
Skirnir Tungumálakennsla í Bandaríkjunum 31
beygir sig í þeim tilgangi að sigra, og auðmýktin kvað vera
sálubætandi.
Ætti ég að gera í stuttu máli grein fyrir þeim aðferðum,
sem amerískir málvísindamenn hafa komið fram með á síð-
ustu árum, myndi ég nefna eitthvað af því, sem á eftir fer.
1 fyrsta lagi: Höfuðmarkmið tungumálanáms er að ná valdi
á töluðu máli. Þar með eru ekki brigður bornar á gildi og
nauðsyn þess að læra líka ritmálið, áherzla er aðeins lögð á
það, að sú athöfn, að tala, er gjörvöllu mannkyni sameigin-
leg, en ritmálið er upphaflega dregið af talmáli og kemur
á eftir, bæði að tíma til, er það er lært, og að því leyti, í hve
ríkum mæli það er notað. í öðru lagi: Tungumál lærast við
félagslegar aðstæður, og það ætti að vera æðsta markmið
kennarans að skapa slíkar aðstæður og kenna orðasambönd, er
þeim hæfa. Þetta þýðir það, að samtál verður höfuðviðfangs-
efni kennarans og nemandans, öllu fremur en reglurnar í
kennslubókinni. 1 þriðja lagi: Málanámið er fólgið í því að
líkja eftir og leggja á minnið; en fyrst og fremst ætti að leggja
á minnið heilar setningar, eins og þær eru sagðar af þeim, er
eiga málið að móðurmáli. Þetta þýðir það, að óeðlilegar setn-
ingar má ekki nota og setningarnar ætti að nota í samhengi,
þar sem þær hafa merkingu. 1 fjórða lagi: Málfræðin ætti að
vera á þann veg, að krufið sé til mergjar á raunsæislegan og
vísindalegan hátt það, sem í raun og veru er sagt, en ætti ekki
að vera flokkun á fyrirmælum um það, hvernig málið ætti að
vera. Af þessu leiðir, að mikið af þeirri málfræði, sem kennd er
við móðurmálsnám, á ekki við, þar sem hún er oft á tíðum
óraunsæ fyrirmæli um það, hvernig málfræðingar vildu, að
málið væri. Þetta hefir jafnframt það í för með sér, að það, sem
kennt er í málfræði, verður að byggjast á þvi námsefni, sem
nemandinn hefir þegar lagt á minnið, og hún þarf að leggjast
fyrir hann eingöngu sem hjálpartæki handa honum, svo að
hann geti búið til nýjar setningar úr efni því, sem hann hefir
lært. Ég talaði nýlega við íslending, sem hafði verið í Grikk-
landi. Hann sagði mér, að það, sem hann hefði lært í grísku,
áður en hann fór þangað, hefði ekki komið sér að neinu haldi,
og að kennslubækur í nýgrískri málfræði kæmu að enn minna