Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 233
Skirnir
Ritfregnir
231
sinni að fletta upp við hvert orð, ef orðin eru skýrð eftir staf-
rófsröð. En ekki getur þetta talizt þungvægur ókostur og raun-
ar léttvægari en allar þær endurtekningar, sem hefðu annars
verið óhjákvæmilegar og hefðu lengt bókina að stórum mun.
Næst aftan við meginhluta bókarinnar er mikil og fróðleg
skrá um helztu tökuorð í íslenzku og uppruna þeirra.
Eins og nærri má geta, hefur höfundur stuðzt við slíkan
fjölda fræðilegra rita og ritgerða úr ýmsum áttum, að tæp-
lega verður tölu á komið. En notadrýgstar allra heimilda hafa
höfundi auðvitað orðið upprunaorðabækur þeirra tungna, sem
skyldastar eru íslenzku, t. d. hin norsk-danska upprunaorða-
bók eftir Falk og Torp og hin sænska upprunaorðabók eftir
Hellquist.
Til marks um hreinleika íslenzkrar tungu getur höfundur
þess í formála bókarinnar, að íslenzkan ein hafi varðveitt um
57% kunnra indógermanskra róta, en þær muni vera um
2200 talsins. Aðeins grískan ein geymi fleiri indógermanskar
rætur en íslenzkan.
Eins og höfundur tekur sjálfur fram í formálanum, hlýtur
margt, sem orkar tvimælis eða kann síðar að reynast rangt,
að hafa slæðzt inn í rit þetta. Ein mannsævi hrykki skammt
til að inna af hendi verk eins og þetta, ef sneiða ætti hjá öll-
um misfellum eða skera úr öllum vandamálum og vafaatrið-
um með gagngerri rannsókn, þeim er unnt kynni að vera að
greiða úr, ef tími og aðstæður leyfðu. Enn fremur eiga indó-
germönsk málvísindi eins og flestar aðrar vísindagreinir sín-
ar takmarkanir og margar gátur, sem enn hefur ekki tekizt
að ráða. Hvort tveggja þetta ber þeim að hafa í huga, er gagn-
rýna vilja rit þetta og önnur slík. Ef ég kysi að bera fram
nokkra gagnrýni almenns eðlis, væri hún helzt sú, að mér
finnst bilið milli hinna indógermönsku róta og islenzku orð-
anna oft ekki nægilega vel brúað, t. d. með því að sýna indó-
germanska og frumgermanska stofna orðanna og gera nán-
ari grein fyrir sambandinu milli indógermanskra og frum-
germanskra orðmynda, þegar svo stendur á, að einhver af-
brigði frá almennum hljóðlögmálum virðast hafa átt sér stað.
Þetta er að vísu sums staðar gert, en ekki nógu víða eftir því,