Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 94
92
Amheiður Sigurðardóttir
Skímir
til að taka, þar eð sumir virtust mjög gamlir. Loks eru máls-
hættir, sem koma fyrir í fornmáli, en F.J. og Gering tilgreina
ekki í greinum sínum í Arkiv, og nokkrir, er hvergi koma
fyrir í málsháttasöfnum öðrum en Schevings og ætla mætti,
að hann hefði tekið úr daglegu máli. Meðal þeirra voru nokkr-
ir einkum valdir vegna sjaldgæfra orða, er komu fyrir í þeim.
Eins og áður er getið, er aðalmarkmið þessarar rannsóknar
að skýra málshætti. Þótt verkefnið sé ekki yfirgripsmeira,
hefur mér þó reynzt það örðugt á marga lund. Nefni ég þar
m. a., að á íslenzku eru litlar fyrirmyndir, er stuðzt verði við
í þessu efni. 1 greinum þeirra F.J. og Gerings i Arkiv eru
málshættirnir fyrst og fremst þýddir, en ekki skýrðir á merk-
ingarsögulegan hátt, eins og H.H. hefur gert í riti sínu Isl.
orðt. En sú bók er eingöngu miðuð við myndhverf orðtök.1')
Eins og F.J. bendir á í formálanum fyrir safni sínu, er hug-
takið málsháttur mjög víðtækt. Innan takmarka þess rúmast
orðasambönd, sem eru mjög frábrugðin að gerð og hugsun.
Sumir málshættir eru einföld reynslusannindi, sett fram í
þröngu formi, oft e. k. viðvaranir, jafnvel boð eða bann. Dæmi
um einfaldan málshátt af slíku tæi er allt verSur einu sinni
fyrst. Aðrir hafa óeiginlega merkingu, eru jafnvel eins konar
gátur. Dæmi um slíkan málshátt er allir eldar brenna út
um síSir.
1 verkefni því, sem hér er tekið til meðferðar, koma fyrir
málshættir af hvoru tveggja tæi. Sem dæmi nefni ég aSgætni
er engin þrœtni og þaS er ekki allt í katlinum, sem krækt er.
Skýringaraðferð getur ekki orðið með sama hætti hverju sinni,
þar eð málshættirnir eru mjög mismunandi að formi og hugs-
un. Ég hef hér leitazt við að finna hina upprunalegu merk-
ingu hvers málsháttar. Þá skýringu hef ég leitazt við að orða
svo nákvæmlega sem kostur var á. Hina óeiginlegu merkingu
eða þann boðskap, sem í málshættinum felst, ef svo mætti
að orði kveða, hef ég oftar sett fram óbeint. Veldur þar eink-
um, að mér virtist oft fleira en eitt koma þar til álita, jafn-
vel stundum sýnilegt, að málshættir hafa verið skildir á fleiri
1) Ég vil þó taka það fram, að við form þessarar ritgerðar og tilhögun
skýringanna hef ég algerlega stuðzt við fsl. orðt.