Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 262
260
Ritfregnir
Skímir
prófum kann að hafa verið varið, og einnig þeir, sem lokið hafa kennara-
prófi (þar með talið kennarapróf í sérgreinum, svo sem í íþróttum, handa-
vinnu o. fl.), þótt ekki hafi þeir stundað kennslu. Einnig eru taldir til kenn-
ara þeir menn, sem landsjóðsstyrk hlutu fyrir kennslu barna og unglinga,
áður en fræðslulög gengu í gildi, þótt ekki væri um kennslu við opin-
bera skóla að ræða.“
Af þessu mætti vera Ijóst, að Kennaratal á Islandi nær til geysimargra
manna og kvenna. í þeirri greinargerð, sem hér var birt, er þess að vísu
ekki getið, hve lengi hver einstaklingur þarf að hafa kennt til þess að
þykja tækur í Kennaratal. En um þetta atriði mun ritstjórinn þó hafa
skapað sér fasta reglu, enda væri vandalaust að telja marga, sem t. d. hafa
stundað aukakennslu við opinbera skóla einn vetur eða svo og ekki er
minnzt á i Kennaratali. Fyrir því er ekki gerð grein, hvort taldir skuli
með þeir islenzkir kennarar, sem aðeins hafa kennt við erlenda skóla. Ef
til vill hefir heiti ritsins þótt nægileg bending um, að svo skyldi ekki gert,
enda virðist það vera aðalreglan, að slíkir kennarar eru ekki taldir. Þannig
er t. d. ekki getið Finns Jónssonar prófessors né Hermanns Pálssonar lekt-
ors. Það verður því líklega að lita á það sem mistök, að með er tekinn
Haraldur Bessason, prófessor í Winnipeg, því að ekki er þess getið, að
hann hafi stundað kennslu við íslenzka skóla, enda mun hann ekki hafa
gert það.
Meðal annars skemmtilegs fróðleiks, sem Kennaratal flytur, er barnatal
hvers kennara og þess vandlega gætt að tíunda, hvort börnin séu skilgetin
eður ei. Skal það sízt lastað. En úr því að svo nákvæmlega er út í þessa
sálma farið, hefði eins mátt búast við, að vel hefði verið að því hugað,
hvort karl og kona, sem saman hafa búið, hefðu stofnað til löglegs hjóna-
bands eða ekki. í flestum tilvikum mun rétt með slíkt farið, en benda má
á dæmi þess, að karl og kona séu talin gift, þótt svo sé ekki eða hafi ekki
verið.
Ymiss konar smáónákvæmni annarrar og skorts á samræmingu hefi ég
orðið var, t. d. um próftitla manna. Margt þess konar mun stafa af því,
að ritstjórinn hefir skráð nákvæmlega eftir æviferilsskýrslum manna það,
sem þeir sögðu, en ekki gætt þess, að sumar prófgréður bera fleira en eitt
heiti. Fyrir þann, sem les ritið og ekki er slíkum málum kunnugur, getur
þetta verið villandi, þótt í sjálfu sér sé ekki um skekkju að ræða. Ég skal
nú færa þessum orðum mínum nokkurn stað.
Á bls. 29 er Árni Böðvarsson sagður hafa orðið cand. mag. í íslenzkum
fræðum, allt hið sama er sagt um Baldur Jónsson á bls. 47 og Halldór
Jónsson á bls. 230. Á bls. 33 er Árni Kristjánsson sagður hafa tekið Kpr.
í ísl. fræðum, og á bls. 118 er Eiríkur Hreinn Finnbogason sagður hafa
tekið kennarapróf í ísl. fræðum. Og loks er á bls. 159 sagt, að Gísli Jóns-
son hafi tekið kandídatspróf
Ökunnugir kynnu að ætla, að hér væri um að ræða þrjár ólikar próf-
gráður. En svo er þó ekki. Allir þessir menn hafa lokið nákvæmlega sama