Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 189
Skirnir Heilbrigðiseftirlit í skólum og kvillar skólabarna 187
voru andlega vanþroska í skóla, þ. e. gátu ekki fylgzt með í
almennu námi, hafa reynzt fullfær um að sjá sér farborða á
fullorðinsaldri. Þessi börn reyndust óhæfir skólaþegnar, en
nýtir þjóðfélagsþegnar. Af því fara væntanlega litlar sögur,
hvernig skólanámið hefir leikið sum þessi börn andlega, en
þessi staðreynd mætti vera forráðamönnum skólamála ærið
íhugunarefni. Vinnutími nemenda er skilyrðislaust eitt þeirra
atriði, sem kveðja verður lækna til ráða um, þó að vitaskuld
geti þeir ekki sett um hann neinar fastar reglur. En í bama-
skólum ætti það að vera aðalregla að krefjast engrar heima-
vinnu af nemendum, og væri þeim miklu betra að sitja leng-
ur í skóla á degi hverjum, en vera lausir við heimavinnu, svo
fremi að þeir kjósi hana ekki sjálfir.
Um húsakynni verður rætt í sérstökum kafla hér á eftir.
Hér á landi hefir engin bein geðverndarstarfsemi verið rækt
í skólum fram til þessa. Slík starfsemi er nú í örum vexti er-
lendis, og hafa hana með höndum stofnanir, sem kalla má til
bráðabirgða leiðbeiningarstöðvar fyrir böm (child guidance
clinics). Aðalstarfslið flestra þessara stöðva em sálfræðingar
og uppeldisfræðingar og svonefndir ármenn, en þeir hafa það
starf með höndum að rannsaka félagslegar ástæður og veita
leiðbeiningar í þeim efnum. 1 stöðvum þessum vinna einnig
geðlæknar, annaðhvort almennir geðlæknar eða bamageð-
læknar, og víða stjórna þeir stofnununum, en þjónusta þeirra
er þó mismikil, með því að skortur er á þeim, sérstaklega
bamageðlæknum. Þessari starfsemi verður ekki lýst nánara
hér.
Mjög er það misjafnt, hve mikinn þátt kennarar taka í
heilsuverndarstarfi í skólum, en víðast er samvinnu þeirra og
skólalækna áfátt. Þó er treyst mjög á eftirlit þeirra í Banda-
ríkjunum, og hefir það þótt reynast mjög vel. Er nú sú stefna
hvarvetna uppi að leitast við að gera þá miklu virkari þátt-
takendur en verið hefir, og flestum er ljóst, að heilsuvemdar-
starf í skólum kemur ekki að hálfu gagni á við það, sem ver-
ið gæti, ef kennarar em þar ekki aðilar. Þeir hafa allra manna
bezt skilyrði til að fylgjast með ástandi nemenda, að foreldr-
um einum undanskildum, og auk þess mundi þátttaka þeirra