Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 106
104
Arnheiður Sigurðardóttir
Skímir
gerir hundinn sólginn í skinn“ eða m. ö. o. „kemur honum á
bragðið“. Svipuð merking verður í hundar lœra á reimum
leSur aS eta.
Um óeiginlega merkingu málsháttarins farast Kock svo
orð1): „Det [d: ordspráket]2) förklaras riktigt: „man falder
lettelig fra en mindre til en storre last“.“ Á þessi skýring án
efa við hina íslenzku gerð.
Um uppruna málsháttarins segir Kock3): „Jmf. fht. „Fone
demo limble so beginnit ter hunt leder ezzen“ (i en Sangal-
ler-hskr. frán 1000-talet; Mullenhoff och Scherer: Denkmaler
deutscher poesie und prosa2 s. 44), Proverbia communia4) s. 6
nr. 60: „Allensken lappen leert die hont dat leer eten. = Par-
ticulis discit coreum canis esse quod id scit5)“. — vidare isl.
„Hundar læra á Reymum ledur at eta“.“
Þessi samanburður sýnir, að báðar hinar íslenzku gerðir,
þ. e. sú, er stendur hjá Scheving, og sú, er stendur í JS. 391,
8vo (M.), eru einn og sami málsháttur og notaður í mörgum
germönskum málum.
Gott er ad hafa bót í bíngi. Scheving I, 25.
Málsháttur þessi kemur fyrir hjá F.J.6), en hvergi í öðr-
um íslenzkum málsháttasöfnum, sem ég hef borið saman.
Hann mun runninn frá safni Láles, en þar er hann svo-
hljóðandi:
Thet er got at haffwe bodh i binghe. Med. I, 126 (D.).
Svipuð gerð málsháttarins er í hinu sænska safni:
got ær hawa nogh i bwre. Med. I, 248 (S.).
Latneska þýðingin, sem fylgir málshættinum hjá Lále, er
svohljóðandi: „Unde refarcitur7) res lapsa domus bona sci-
tur8)“, eða „á þvi þekkist gott heimili, að það hefur e-ð til að
bæta (fylla?) upp fyrir glataðan hlut“.
1) Med. II, bls. 184.
2) Undirstrikun gerð af mér.
3) Med. II, 184.
4) þ. e. safn af fornum niðurlenzkum málsháttum, sjá Med. II, bls. 444.
5) Hér er sýnilega sama gerð málsháttarins og hjá Lále.
6) Málsh., bls. 20.
7) B resarcitur.
8) Med. I, bls. 126.