Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 137
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings 135
„gætinn í meðferð áfengra drykkja“ („forsigtig m. H. t. spiri-
tuose Drikke“).
Þetta orð kemur hvergi fyrir í orðabókum yfir fornmálið,
það er ekki tilgreint hjá B.H. og ekki í Ob. I skýringum Páls
Vídalíns yfir fornyrði lögbókar er það ekki. I formála þeirrar
bókar er aftur getið um orðið ölfœr sem dæmi um þau orð,
er vanti þar eða hafi glatazt úr handriti Vídalíns.
Ég hygg ölvar afbökun fyrir ölfaer. Það orð er alkunnugt
úr fornu máli1), eins og eftirfarandi dæmi sýnir:
Maðr hverr hefr vit sitt ok má búi sínu ráða ok er hest-
fœrr ok olfœrr, þá skal hann sjálfr fé sínu ráða.
Jónsb. V, 14. k, bls. 99.
Fr. vitnar einnig í eftirfarandi stað:
Ok sem Jón hafði eigi lengi heima verit, sendir hann
boð um allt sitt ríki, at til fundar við hann skuli koma
hverr sá maðr, sem hestfærr ok ölfærr er.
Þ. Jón, bls. 58.
ölfær er einnig kunnugt úr norsku2). Herzberg telur það
merkja: „istand til at deltage i et drikkelag, d. e. sund og frisk“.
(Svipuð skýring hjá Fr.). Hestfær skýrir hann: „istand til at
sidde paa en hest, d. e. sund og frisk, ikke alderdomsvækket“.
Rétt mynd málsháttarins, hygg ég, sé ölfær þarf sá aS vera,
sem lögunum á aS stýra. Mér finnst líklegast, að hér sé átt
við lögmenn (e. t. v. einnig sýslumenn). Merkingu hans tel
ég þessa: „lögmaður verður að vera fær til að sitja í drykkju-
veizlu, þ. e. vera með óskertum líkams- og sálarkröftum“.
1 þessu sambandi má minna á svar það, er veitt var við
lausnarbeiðni Árna lögmanns Oddssonar á Alþingi 1682:
. . . þá er vor allra samþykkilega ósk og vilji, að fyrr-
nefndur heiðurlegur herra ekki af sér segi né undan
færist af guði það tilskikkað embætti, heldur í þeirri
stétt þar hann er til kallaður, þar inni blífi hann svo
lengi sem hann er hestfær og ölfær. Alþb. VI, 701.
1) einkum í orSasambandinu hestfœr og ölfœr.
2) Sjá N.G.L. I,bls. 56 (G. 126).