Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 217
Skírair Tvær doktorsritgerðir 215
hafa fundizt bjöllur, sem helzt er hægt að bera saman við
hinar íslenzku.
Fjórir skrauthnappar, allir gerðir á sama hátt af saman-
snúnum silfur- og gullvír, fundust á sama fundarstað árin
1925 og 1934 í karlmannskumlum hjá Kápu í Rangárvalla-
sýslu (151.mynd). Sambærilegir hnappar hafa helzt fundizt
í Bjarkey.
Margir armbaugar úr bronsi hafa fundizt í kvennakuml-
um í Noregi, en næstum allir frá 9. öld. Áðumefndur arm-
baugur frá Kleif er einmitt af þeirri gerð bauga frá 10. öld,
er snúnir voru sainan úr bronsþráðum. Það er eini armbaug-
urinn úr bronsi, sem fundizt hefur á fslandi frá víkingaöld.
Armbaugur úr silfri hefur fundizt í Skagafirði (149. mynd)
og telst helzt til skartgripa þeirra, er finnast með silfursjóð-
um. Hann er sennilega frá ll.öld. Einn fingurbaugur úr
silfri fannst í konukumli á Hafurbjarnarstöðum.
Mjög merkilegur hlutur er armbaugur úr tálgukoli (148.
mynd). Hann fannst árið 1934 í kumli í Álaugarey á Horna-
firði. f kumlinu fannst einnig kambur úr beini, steikarteinn,
skæri, hnífur, 2 kúptar bronsnælur af gerðinni Rygh 652,
ásamt fataleifum úr líni og vaðmáli. Einn tálgukolsbaugur
sem þessi hefur fundizt í Bjarkey, en ekki hafa fundizt aðrir
gripir úr tálgukoli, hvorki i Svíþjóð né Danmörku. Hins vegar
eru kunnir 14 tálgukolsmunir i Noregi, 8 frá Rogalandi, þeirra
á meðal armbaugur eins og baugarnir frá Álaugarey og
Bjarkey. Tálgukolanámurnar, sem gripirnir munu eiga rætur
sínar að rekja til, eru fyrir norðan Jórvík á Norðaustur-Eng-
landi. Armbaugurinn frá Álaugarey má vel hafa borizt til
íslands beina leið frá Bretlandseyjum, en þó kann hann að
hafa borizt um Noreg.
Kambar úr beini teljast til hinna persónulegu muna og
voru nánast nokkurs konar skartgripir. Vænn hluti af slík-
um kambi var í kumlinu í Álaugarey, svo sem áður segir,
og brot af kömbum fundust í konukumli á Hafurbjarnar-
stöðum. Óskaddaður kambur fannst í bæjarrústunum á Stöng
í Þjórsárdal. Hann er af víkingaaldar-gerð, en kann þó að
vera nokkru yngri (sjá 156. mynd).