Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 87
Skírnir
Edvard Grieg
85
alls megnugur, en svo komu afturköstin. — Þrátt fyrir það,
að hann gat aðeins notað eitt lunga, náði Grieg frekar háum
aldri, varð 64 ára og var mikill fjallgöngumaður.
Frá 1880 var Edvard Grieg hljómsveitarstjóri Harmonien
í Björgvin, en leið ekki vel í því starfi. Aftur daprast flugið,
en eina bjargráðið í slíku ástandi hafði reynzt hin skapandi
vinna. — Á þessum tíma fer hann til útlanda og heldur
hljómleika í Þýzkalandi og Hollandi; alls staðar sigrar hann
með list sinni, en verður ekki síður að ganga hinar döpru
einfaraleiðir hins þjáða manns. — Þá var vinátta Frants
Beyers bezta veganestið. Hann var nánasti vinur Griegs og
eins konar sálusorgari, sem Grieg opnaði oft hjarta sitt. Lækn-
islyf Beyers við hinni andlegu vanlíðan tónskáldsins voru
venjulega: „útivist og vinna“ eða „lausn vinnunnar“. — Bréfa-
skipti þeirra Griegs og Beyers gefa góða mynd af manninnm
Edvard Grieg. Skeyti rétt á undan hljómleikum, hlýtt vinar-
bréf með ferskum lýsingum af hinni ástkæru náttúru Vestur-
Noregs, uppástunga um fjallaferð, eru allt saman hlutir, sem
hressa, styrkja og heilla Grieg. En af bréfum hans til vin-
arins, þar sem hann er alltaf opinskár, má sjá, að Grieg hafi
verið allt annað en hamingjusamur maður. Hann segir sjálf-
ur, að vegna listar sinnar hefði hann átt að vera það, en hafi
ekki orðið það, af því að hann hefði ekki gengið beint fram
og þess vegna ekki náð því marki, sem honum var ætlað. —■
„Hve margir eru svo hamingjusamir?“ spyr hann við annað
tækifæri. Og hann svarar undir eins: „Ég held ekki einn af
20.000“. — Þess má líka geta í þessu sambandi, að þau hjón-
in Edvard og Nina Grieg misstu einkadóttur sína í barnæsku,
og Nína gat ekki borið fleiri börn í heiminn. — Listamanns-
raununum fylgdi einnig persónulegt mótlæti. 1 bréfi til Johns
Paulsens frá 1879 talar hann um horfnar vonir, en það er
einkennandi fyrir rómantíska sál eins og Grieg. Og hann mun
hafa hjónaband sitt í huga, þegar hann segir enn fremur: —•
„Vitið þið bara! Konurnar vilja skemmta sér og ekkert ann-
að! Það lætur illa í eyrum, en einhver sannleikur er nú samt
í því fólginn. Konan hefur aldrei skilið og lærir aldrei að
skilja hið stóra, villta, takmarkalausa í ást karlmannsins, ást