Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 176
174
Benedikt Tómasson
Skírnir
séu svo, að heilsu barnanna sé ekki hætta búin“. 1 reynd hafa
þessi ákvæði varla verið mikils virði, með því að ekki varð
gert ráð fyrir, að skólanefndarmenn gætu horið neitt teljandi
skyn á hollustuhætti. 1 fræðslulögunum frá 1926 eru hins
vegar ákvæði um heilbrigðiseftirlit, enda hafði það þá verið
rækt undanfarin 10 ár. Þar segir svo: „Um lækniseftirlit með
heilbrigði kennara og skólaharna og hollustuháttum skólanna
fer eftir því, sem yfirstjórn heilbrigðismála ákveður í samráði
við fræðslumálastjórn.“ í lögunum frá 1936 eru ákvæði þessi
endurtekin með þeirri breytingu, að fræðslumálastjórn skuli
ákveða um heilbrigðiseftirlit í samráði við yfirstjórn heilbrigð-
ismálanna. 1 síðustu lögum um fræðslu barna eru sams konar
ákvæði um heilbrigðiseftirlit sem í lögunum frá 1936, að því
viðbættu, að ráðinn skuli „sérfróður læknir, skólayfirlæknir
landsins, er skipuleggur og hefir yfirumsjón með heilbrigðis-
eftirliti í skólum svo og íþróttastarfsemi“. 1 lögum um hér-
aðsskóla, gagnfræðaskóla og gagnfræðanám eru engin ákvæði
um lækniseftirlit, og eru nemendur þó skólaskyldir fyrstu
tvö árin í gagnfræðaskóla (unglingaskóla) samkvæmt lögun-
um frá 1946.
1 september árið 1916 ritar þáverandi landlæknir, Guð-
mundur Björnson, grein í Lb., og nefnist hún Um heilsuháska
í barnaskölwn og öðrurn unglingaskólum. Er grein þessi hið
fyrsta, sem mér er kunnugt um, að ritað hafi verið um heil-
brigðiseftirlit í skólum hér á landi. Á hana má líta sem eins
konar greinargerð frá heilbrigðisyfirvöldum fyrir nauðsyn
þess að taka upp heilbrigðiseftirlit í skólum, en slíkt eftirlit
hafði þá þegar verið ákveðið samkvæmt tillögum landlæknis.
Yoru gefin um eftirlitið fyrirmæli hinn 6. sept. sama árs í
Bréfi stjórnarráSsins til fræSslumálastjórans viSvíkjandi eftir-
liti héraSslækna meS barna- og unglingaskólum. Degi síðar
gefur landlæknir út Auglýsingu til héraðslœkna um lœknis-
aðgæzlu á alþýSuskólum, og er hún prentuð í Lögbirtinga-
blaði 14. sept. Aðalrök landlæknis fyrir nauðsyn heilbrigðis-
eftirlits í skólum voru þau, að af skólahaldi stafaði mjög aukin
smithætta og að aðbúð að skólabömum væri víða ærið áfátt.
Um smithættu segir landlæknir svo: „Hefi ég smám saman