Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 115
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgríms Schevings
113
gistihúsið ferðamanninum, þ. e. hæli, sem hann kemur að á
förnum vegi, þar sem skjól og ríkuleg máltíð biður hans.
Bl. hefur málsháttinn og þýðir hann þannig: „Saksen er
for Ræven som Gildeshus".
Eins og sjá má af JS. 391, 8vo (M.), hefur málsháttur þessi
verið kunnur hér á landi á 16. öld. Sennilegast finnst mér, að
hann sé miklu eldri. Hvort málshátturinn er innlendur að
uppruna, er erfitt að fullyrða, en benda má á, að refurinn er
algengur í norskum málsháttum (sbr. Aasen N.O.), og þar
hefur einnig verið algengt að veiða dýr í gildrur (hirni, gaup-
ur, refi o. s. frv.).
K
Litlu kefli klekkja menn stóran hund ad hræda.
Scheving I, 34.
Elzta heimild, sem ég hef um þennan málshátt, er safn
Magnúsar prúða:
Litlu kefle kleckia menn stórum Hund at hræda.
JS. 391, 8vo, 93 (M.).
Hjá G.O. er málshátturinn hins vegar þannig:
Litlu Kefle Kleckia Menn stórann Hund ad hræda.
G.O. Thes. 103.
Eins og getið er um í formála hér að framan, er JS. 391, 8vo
(M.) tiltölulega ungt afrit, og gæti því stórum verið afbök-
un eða misritun hjá afritaranum. 1 Lbs. 1261, 8vo kemur máls-
hátturinn fyrir og er þar samhljóða G.O. Thes.
Þessi málsháttur kemur ekki fyrir hjá Guðm. Jónss., og F.J.
hefur ekki tekið hann eftir Scheving.
Sögnin klekkja kemur ekki fyrir í fornu máli, en hjá G.A.
stendur:
Eg klecke, Leviter verbero. G.A. 147. 1,3 (Ob.).
Eftirfarandi dæmi mun einnig frá 17. öld (sbr. heimilda-
skrá Ob.):
Með breiða enda á stólnum klekkti prestur í koll á
þeim, sem skriptuðust. Bps. 11,248 (Ob.).
Hér virðist merking vera „gefa létt högg“ (sbr. G.A.).
8