Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 89
Skírnir
Edvard Grieg
87
konsert í Prag 1903: „Já, það er ótrúlegt. Ég skil það ekki.
Hve margir eru ekki þeir skapandi andar, miklu stærri held-
ur en ég, sem þó fá enga þá samúð, sem mætir mér alls stað-
ar. Eitt er víst. Mér finnst ég vera svo undarlega lítill við allt
þetta, og ég myndi óska heillar ævi í vinnu, einvörðungu til
þess að geta verðskuldað eitthvað af allri þessari viðurkenn-
ingu.“ Og eins og stef í þjóðvísu birtast orð Vinjes honum,
þegar hann í hréfum er að segja frá afrekum sínum úti í
heimi: —• „Meire eg fekk enn eg hadde fortent," hann tekur
það upp aftur og aftur, og á síðustu árunum bætir hann líka
eftirsetningunni við: „og allting má trjota“. —
Hin skapandi vinna, hún var hið mikilvægasta í lífi Ed-
vards Griegs. En einmitt hér gat hann ekki fullnægt sjálfum
sér. — Það er eins og örlögin skipi honum að tjá allan sköp-
unarmátt sinn í aðeins smáum meistaraverkum. Hin stóru
verk, sem hann dreymdi um að skapa, þau komu ekki. —
Aðeins örsjaldan á þessum árum logar innblásturinn upp í
honum með ómótstæðilegu ofurmagni og einbeitingu sálar-
innar. Það gerist, þegar hann t. d. semur þriðju og síðustu
fiðlusónötu sína, og þegar hann í heimi bókmenntanna rekst
á verðmæti, sem í innileika og litauðgi minna á Aasmund
Vinje, sem sé HuliSsheima eftir Arne Garborg, sem Bjarni
frá Vogi hefur íslenzkað. — Hér finnst Grieg, að hann hafi
aftur fundið hið innsta og dýpsta í norskri náttúru og norskri
skapgerð. Hér er hann staddur í heimi hinnar frumstæðu og
leyndardómsfullu náttúru, eins og hann kallar Noreg, þegar
hann skrifar heim frá útlöndum. Og hann sannar orð Beyers
um að „útivist og vinna“ sé hið eina, sem geti bjargað hon-
um. — Draumur Edvards Griegs var að lifa í hinum vestur-
norska fjallaheimi. Og hann segir í bréfi: „Maðurinn, jafn-
vel sá, sem er manni hugfólgnastur, getur brugðizt vonum.
Náttúran aldrei. I skaut hennar leitar enginn árangurslaust,
hvað sem fyrir kemur. — Draumurinn um Noreg — fyrir
hann lifi ég, þegar ég er erlendis — og þegar ég er heima.“
Edvard Grieg andaðist 1907 í Björgvin. 1 banalegunni
sannaði hann þau orð Björnsons, að „den siste smerte, den