Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 210
208
Tvær doktorsritgerðir
Skímir
Islendingasagna báru og handléku. Fornleifar og fornsögur
varpa ljósi hvorar á aðrar.
Stíll bókarinnar er ljós og skýr, og í henni er á greinar-
góðan hátt gerð grein fyrir öllum fornminjum víkingaaldar
á Islandi. Kuml og haugfé mun því alltaf hafa mjög mikið
gildi fyrir alla þá, sem fást við fornleifafræði norrænnar vík-
ingaaldar.
Efni bókarinnar skal nú rætt nánara. Hún hefst á frásögn
um ísland fyrir landnámsöld, einkum um þau ömefni, sem
að sögn Islendingabókar Ara fróða eru komin frá Pöpum,
svo sem Papey við suðausturströnd Islands og nokkur önnur.
Ari segir, að Papar hafi skilið eftir helgar bækur, bjöllur og
bagla. I-Iann segir þá hafa verið kristna Ira. Engar fornar
minjar hafa þó fundizt frá þeim tíma, en talið er, að Papar
hafi einkum dvalizt á Islandi á 8. öld.
I Suður-Múlasýslu hafa, sem kunnugt er, fundizt 3 róm-
verskir koparpeningar, sem eru frá lokum 3. aldar e. Kr., eða
600 ámm fyrir landnámsöld. Um peningana er rætt nánara
í Kumlum og haugfé. Þeir eru svokallaðir antoniníanar, slegn-
ir á dögum keisaranna Aurelianusar, Probusar og Diocletian-
usar.
Tveir peninganna fundust í húsatóftum á Bragðavöllum í
Hamarsfirði. Annar peningurinn fannst um það bil 30 ámm
síðar en hinn. Þriðji peningurinn er lausafundur, sem fannst
rnn það bil 2*4 mílu sunnar en hinir, á söndunum milli Hvals-
ness og Krossaness úti fyrir mynni Hvaldals. Nokkuð hefur
verið skrifað um þessa myntfundi. Einkum hefur verið bent
á þann möguleika, að norskir víkingar kynnu að hafa flutt
þá með sér til íslands, t. d. frá Skotlandi, á fyrstu öldum Is-
landsbyggðar. Kristján Eldjám er þó helzt á þeirri skoðun,
að þeir séu minjar um rómverska kaupmenn, sem hafi villzt
af leið allt til íslands á Rómverjatímabilinu á Bretlandi. Þann
möguleika hefði átt að nefna, að íslenzkir farmenn hefðu á
síðari öldum flutt peningana hingað frá Miðjarðarhafslönd-
unum, en auðvelt er að komast yfir slíkar myntir á þeim slóð-
um. Fyrrverandi forstöðumaður Myntsafns Óslóarháskóla
(Universitetets myntkabinett i Oslo), dr. Hans Holst, sem nú