Skírnir - 01.01.1957, Síða 130
128
Arnheiður Sigurðardóttir
Skírnir
arr, at þá tekr hverr sitt ráð, er í kreppíngar kemr ok
at sverfr. Fms. IV, 147 (S.Ö.H. 73. k.).
Scheving getur að jafnaði um heimildir, ef hann tekur máls-
hætti úr fornritum. Ekki virðist hann því hafa tekið þennan
málsh. úr Fms., þótt tilvitnun hans bendi til, að hann hafi
þekkt þá heimild, en jafnframt einhverjar aðrar. (Fms. voru
um þetta leyti nýútgefnar, prentaðar á árunum 1825-1837.
Texti S.Ó.H. var þar prentaður eftir AM. 61,fol.).
Þessi málsháttur kemur hvergi fyrir í þeim söfnum, sem
ég hef borið saman við Scheving, nema hjá F.J.1)
1 Heimskringlu er áðurgreind frásögn nokkuð á annan veg
orðuð, og kemur málshátturinn þar ekki fyrir. Sama máli
gegnir um Flateyjarbók. I aðaltexta Ó.H. (sjá heimildaskrá)
stendur málshátturinn ekki. En í neðanmálsgrein á sömu
blaðsíðu og þessi frásögn er, stendur innskotsgrein, tekin úr
AM. 68, fol., og er hún svohljóðandi:
ok saNaz þar it fornqveþna at sit rað tekvr hverR er
i svorfvn ferR. Nv ferR þat sva optaz ef allir ero iafn-
rikir ok skal engi aNar foringi heldr eN aNar at þegar
fram ekr þa tekr þat hverR vpp er i hvg kemr eN
hirþir ekki hvat hvergi mælir ef engi skal aNar rikare
eN aNar firir manaNa. Ó.H. 149 (innskotsgr. með
57. k.).
Eins og tekið er fram, eru báðir þessir textar prentaðir eftir
gömlum handritum. Ég hef þó valið að taka málsháttinn fyr-
ir eins og hann stendur í Fms.
Frummerking orðsins svarf er „sorfið járnduft“. G.V. tel-
ur, að á þessum stað í Fms. merki það „bardagi" eða „rysk-
ingar“ („a hard fray, broil“). Hann vitnar jafnframt í Alex.:
Amictans einn af hertogom Grickia riðr at íþesso
svarve. Alex. 41.
I fleirtölu telur G.V. það þó einkum merkja „rán, féflett-
ingar“ („shaving, extortion“) og vitnar í Flat., þar sem standi,
að það var vikinga siður að fara með ránum og svörfum.2)
1) Sjá Málsh., bls. 132.
2) Sbr. deilu þeirra Sigf. Blöndals og Stender-Petersens um pólútasvarf
(í Classica et Mediaevalia III—IV).