Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 123
Skírnir Nokkrir málshættir úr söfnum Hallgrims Schevings
121
lýsingarorcS, sbr. samróma, sammœSra o. s. frv. Málsháttinn
þýðir hann: „Sorrig og Glæde de vandrer til Hobe“, eða „sorg
og gleði fylgjast jafnan að“. (Minnir þetta á málsháttinn oft
kemur grátur eftir skellihlátur). Eins og sjá má, er sam-
skreppa hér í óeiginlegri merkingu. Væri fróðlegt að vita,
hvort það leyndist ekki einhvers staðar í ritum í eiginlegri
merkingu.
Þad er gódra sidur ad leggja saudinn nidur.
Scheving II, 36.
Þessi málsháttur er hjá F.J.1), tekinn eftir Scheving, en
ekki í öðrum söfnum, sem ég hef athugað. Bl. hefur hann ekki.
Orðasambandið leggfa niSur í merkingunni „slátra“ er
kunnugt frá miðri 17. öld2):
sem Jón hafði leidt heim ána og lagt niður, þá hljóp
Elín út fyrst að vitja um kúna. Bps. II, 339 (Ob.).
Mér finnst orðalag málsháttarins benda til þess, að nafn-
orð sé undanskilið eða fellt niður úr hinni upphaflegu gerð
hans. Ég hygg, að þetta orð sé bóndi. GóSur bóndi mun oft
hafa merkt „efnaður“, sbr. einnig þá málvenju, að tala um
gildan bónda í sömu merkingu. Mikil sauðaeign mun jafnan
hafa þótt merki um góðan efnahag, enda naumast á færi fá-
tækra bænda að bíða svo lengi eftir arðinum, en sauðir voru
yfirleitt ekki felldir fyrr en þriggja til fjögurra vetra. Ég ætla,
að málshátturinn standi í sambandi við þetta, þ. e. hverjir
bændur áttu sauði. Samkvæmt því tel ég hann merkja: „Það
eru efnabændur, sem slátra sauðum til heimilis (eiga margt
sauða)“.
Af tilviljun varð ég þess vís, að orðasambandið leggja niS-
ur er óþekkt á Vestfjörðum i þeirri merkingu, sem hér um
ræðir. Síðan hef ég borið þetta atriði undir málfróða menn úr
Skaftafellssýslu og Skagafirði, og virtist merkingin „slátra“
ekki kunn í þessum landshlutum. 1 Suður-Þingeyjarsýslu er
þetta aftur daglegt mál. Atriði þetta bar ég undir aldraðan
Mývetning, og kveðst hann jafnan hafa heyrt orðasambandið
1) Málsh., bls. 141.
2) Sbr. heimildaskrá Ob.