Skírnir - 01.01.1957, Blaðsíða 37
Skírnir
Tungumálakennsla i Bandarikjunum
35
aðferðum á sviði samanburðarmálfræði, eða málsöguvísinda,
tóku aðrir að sér að safna áður óþekktu efni frá munnlegum
heimildum, er eingöngu voru tiltækilegar í Bandaríkjunum.
Heill skóli þeirrar greinar málvísindanna, er fjallar um Indí-
ánamál, óx upp undir forystu Franz Boas, Edvvard Sapir og
Leonard Bloomfield. Geysivíðtæk áætlun um rannsóknir á
amerískum mállýzkum varð til þess, að þjálfaðir voru marg-
ir, sem tókust á hendur rannsóknir úti á meðal fólks og unnu
í sameiningu að mállýzkukortinu yfir Nýja England og kort-
um þeim yfir aðra hluta landsins, sem íit hafa komið í fram-
haldi af því. Alveg nýverið hafa verið hafnar áætlanir um
gagngerar rannsóknir á tungumálum innflytjenda í Ameríku,
öðrum en ensku.
Öll þessi starfsemi beindist að því að safna gögnum varð-
andi mál, sem að öllum jafnaði eru ekki kennd í amerískum
framhalds- eða háskólum, og vinna úr þeim. Þjálfuð hefir
verið heil kynslóð rannsóknarmanna, og smám saman hafa
þróazt kenningar um vísindalegar tungumálarannsóknir, sem
eru fyllilega sambærilegar við málvísindi í Evrópu á okkar
timum og í mörgum atriðum þeim fremri. Ameríkumenn,
sem eitt sinn gleyptu í sig hugmyndir Evrópumanna, eru í
dag gjarnir á að láta sér fátt um þær finnast og það stundum
í ríkara mæli en staðreyndirnar réttlæta. 1 Evrópu er þeim
fræðimönnum, sem vel fylgjast með, orðið það ljóst, að í Vest-
urheimi hafa verið unnin merkileg vísindastörf, og áhugi
þeirra á þeim hefir stöðugt farið vaxandi og þeim þótt æ meir
til koma um árangurinn.
Þó beindust þessi fræði engan veginn að vandamálum
málakennslunnar. Meðan ekki voru gerðar meiri kröfur í
Bandaríkjunum til tungumálakennara en raun var á um,
var þeirra naumast þörf. Starf þeirra var eftir sem áður
einkar óhagnýtt og fræðilegt.
Þá dundu ósköp stríðsins yfir, og í kjölfar þeirra fylgdi
nauðsyn á kennslu í lítt þekktum tungumálum. Það var
American Council of Learned Societies, sem árið 1941 lagði
of Edward Sapir (Univ. of California, 1949); Sturtevant, í IUinguage 28,
417—34 (1952).