Skírnir - 01.01.1878, Side 44
44
ENGLAXD.
þykir skaplega fara“. — Eugleiuliugar svara: „Okkur fór aS
koma mart i hug, þcgar þi8 voru& komuir me8 herinn í
nástöð við MiklagarS; viS vorum t. d. hræddir um uppreisn
borgarlýSsins, og aS vorum mönnum (þegnum) og fleirum
kynni aS verSa af því mikil hætta búin, og því vildum vjer
vera til taks og geta sjeð þeim farborða. Hitt er og auSvitað,
aS við viljum vera fullfrjálsir um allar tiltektir, ef
eitthvað skyldi af ykkar hálfu ráðið Englandi til hnekkingar
cSa hneysu". þetta var inntakiS brjefanna og orSsendínganna,
og má af því sjá, aS hvorugir trúSu öSrum. Englendingum
þótti þaS gefa illan grun, er Kússar fóru svo dult meS samn-
ingana um vopnahljeS og friSarforspjöllin í San Stefano, og
greindu þaS bæSi vífeáttulega og meS tregSu, sem Englendingar
vildu vita um kostina, sem Tyrkjum voru gerSir. Allt um
þaS fór Derbý jarl a& þeim meS mestu varúS og stillingu, því
öll hans tilhlutan til austræna málsins hefir frá öndverSu lotiS
að því, aS Englandi þyrfti eigi aS standa af því neinn stór-
vandi eða styrjöld. Hann og Carnarvon (innanrikisráðh.) hafa
menn kallaS „friðarvinina“ í Tórýstjórninni. Hinn síSarnefndi
sagði af sjer embættinu skömmu eptir aS þingið byrjaði, og
hinum lá við aS gera að hans dæmi, þó hann hjeldi enn nokk-
urn tíma sessi sínum í ráðaneytinu. þegar Northcote, fjár-
málaráðherrann, sem hafði framsögu af hálfu stjórnarinnar í
neðri málstofunni, greiddi þar skil og skýrslur af höndum,
talaSi hann djarft og einarðlega um aðferð Rússa, og gaf mönn-
um í skyn, aS stjórn Breta mundi hvorki verða þeirra ginningar-
fffl, nje guggna fyrir þeim, þó í hart færi, en Derbý jarl
hagaði svo jafnan orðum sinum í efri málstofunni, sem hann vildi
draga fjöður yfir svæsni Rússa og harðtæki í samningunum við
Tyrkjann, og vildi helzt styrkja vonir manna, að allt mætti enn
lykta í sáttum og friSi. þa& var sem Derbý þætti fyrir öll
vandræði komiS, ef Rússar stöðvuSu sig og ljetu höfuðborg
Tyrkja í friði, e&a Ijetu engu brugðiB um það, sem lög hafa
veriB um siglingar í gegnum Stólpasund og Bospórus, en sessu-
nautar hans í ráðaneytinu litu hjer á fleiri atriði. í byrjun
þingsins greindi Beaconsfield gamli frá því í skýru og skorin-