Skírnir - 01.01.1878, Side 141
DANMÖRK.
141
hnn hefSi rangfært fyrir honum alla málavexti. þó varS einum
presti af Grundtvígs flokki á Jótlandi, Holm a8 nafni, þaS á í
stólnum einn sunnudaginn, a& hann kallaSi konung eiðrofa
orðinn, er hann hefði svo illa haldið lög ríkisins. í tveim
dómum var það upp kveSið, aS klerkurinn skyldi sæta betrunar-
vinnu í 8 mánuSi, en meS því aS sönnur fundust fyrir, aS
stundum hefSi brjál komiS á ráS hans, þá gerSi æSsti dómurinn
þá vægS á máli hans, aS hann skyldi af embættinu settur, en
hitt síSar á kveSiS, hvort hann skyldi fá eptirlaun eSur ekki.
Á fundum vinstri manna barst JaS opt í umræSur, hverra
úrræSa skyldi leitaS aS steypa ráSherrunum af stóli, en hjer
komust optast einhverjar vöflur á garpana. Einstöku menn töldu
þaS sjálfsagt, aS fólkinu bæri aS synja skatta og láta ekki annaS
af hendi rakna, enn j?a8 sem heimt yrSi meS valdi og atförum,
en flestir urSu því mótfallnir, og viSkvæSiS varS í stuttu máli
£etta á flestum fundum: „bíðum haustsins og sjáum hvaS setur,
því þegar á þing er komiS, skal taka til óspilltra málanna, og
þá skulu ráSherrarnir kenna á því er þeir hafa ekki svifizt aS
gera, en reyna til fullnustu, hvaS ráS þeirra hefir bitiS á full-
trúa hinnar dönsku þjóBar!“ Á þing var komiB 1. október, og
vinstri menn hjeldu þar framan af svo saman sinni fylkingu,
sem þeir áttu vanda til, en ura fjárhagslögin fyrir áriS 1877 —
78 urbu litlar eSa engar umræSur, áSur frumvarpinu var vísaS
til nefndar. Frumvarpinu fylgdi sem sje sá dilkur, sem voru
bráBabirgSarlögin, og voru þau hjer kölluS „athugagrein" fjár-
laganna. þá grein þótti vinstri mönnum lika vert aS athuga,
en þó engura nefndarmanna af þeirra flokki þætti yiS þaS
komanda, aS láta sem ekkert hefSi í orSiS, sem hægri menn
vildu, og engan saka fyrir orSinn hlut — nema þá sjálfa sig,
ef nokkuS væri —, þá deildust þeir þó í tvo hluti í nefndinni.
Meiri hlutinn — í honum Holstein greifi frá Ledraborg (HleiSru),
Högsbro, Balthazar Christensen og Thomas Nielsen auk fl. —
varS sá, sem vildi vægja nokkuS til og freista svo samkomulags,
a& komizt yrSi hjá nýjum bráSabirgðarlögura, en minni hlutinn
— i honum Berg, Tauber, Hörup og fl. — stóS fast á því, aS
fella allt frumvarpið, kveða nei við öllum framlögum meBan